19.8.2007 | 20:44
Sumarfrí og mennó dagur
Aahhhh, ein vika búin, ein eftir og vika á Krít. Vikan mín er búin að vera voða kósí og indæl. Ég er að vakna um tíu, horfi á sex and the city og dunda mér svo eitthvað um daginn. Ég er meðal annars búin að þrífa heima hjá mér. Jibbí. Er líka búin að sitja á kaffihúsum að lesa slúður. Very nice. Þessi vika fer í meira afslappelsi og undirbúning fyrir Krít. Maður þarf að fara að kaupa gjaldeyri og sólarvörn og svoleiðis. Svo er ég líka að fara með bílinn minn í skoðun...loksins. Er farin að óttast það að lögreglan mæti á svæðið og klippi númerin af bílnum mínum...ónó.
Ég var nú í bænum mest allan menningar laugardaginn. Við Stefán gengum um, leigðum okkur lifandi bók sem var múslimi, fengum okkur vöfflu í þingholtunum, skoðuðum grænmetismarkað og eitthvað svoleiðis. Svo fór Stefán að vesenast og ég fór með bláber og kók á miklatún að hlusta á ljótu hálfvitana og Pétur Ben. Og reyndar einhverja gamla pönkhljómsveit sem hét vonbrigði og ég varð fyrir jú, vonbrigðum með. Pönk hefur aldrei verið my thing. Svo lallaði ég niður laugarveginn og hitti Tótu þar alveg óvart. Þegar heim var komið var bara búið að slá upp fjölskyldupartýi. Ferlega skemmtilegt. Við komum akkúrat á réttum tíma í matinn Verst að við missum af næsta fjölskyldupartýi sem verður á ljósanótt í keflavík. Þá verðum við væntanlega í flugvél á leið til íslands. Hitti í "partýinu" "litlu" frændur mína sem hafa stækkað um 10cm hver síðan ég sá þá síðast (shitt allt of langt síðan). Þekkti þá næstum því ekki aftur. Sorglegt. Eftir matinn fórum við aðeins í bæinn og lenntum á einhvert óútskýranlegan hátt í færeyskum hringdansi í ráðúsinu. Það var mjög gaman. Náði nú aldrei viðlaginu þó það væri sungið svona tuttuguogfimm sinnum. Stuð.
Athugasemdir
haha...
"...og lenntum á einhvert óútskýranlegan hátt í færeyskum hringdansi í ráðúsinu." Þessi setning er náttúrulega bara snilld, það sem ég er búin að flissa hérna... alveg merkilegt í hverju maður getur lent haha
Eva, 21.8.2007 kl. 13:14
Heiðdís Ragnarsdóttir, 21.8.2007 kl. 13:28
Hahaha... Færeyskir hringdansar eru bara snilld... tvö skref áfram og eitt tilbaka...tvö skref áfram og eitt tilbaka...Bara gaman af þessu!!!
Jóhanna (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.