6.10.2007 | 15:00
Það er til disney kisu karakter sem heitir Oliver
Amma mín hefði átt afmæli í gær ef hún hefði ekki tekið uppá því að deyja. Mér finnst gaman að muna eftir þessum degi af því að þá fæ ég blóm. Ég tími nefninlega ekki að kaupa blómvönd og setja hann allan í kirkjugarðinn þar sem fáir og bara einhverjir fá að njóta hans. Ég kaupi frekar rósarvönd, tek eina til tvær rósir úr honum og fer með í kirkjugarðinn. Afgangurinn er svo í vasa hjá mér. Mér finnst það kósí, ömmublóm.
Við skötuhjúin fórum í bæinn í gærkvöldi. Kíktum inn á Ólíver. Ég á mjög erfitt með að ákveða hvað mér finnst um þann stað. Ástæðan fyrir að mér líkar við hann er tónlistin. Nógu gelgjuleg til að ég hafi gaman af því að dansa við hana. Verst að þessi tónlist virðist draga til sín fólk sem ég fíla ekki. Þegar við komum á staðinn var röð. Við biðum þar í svona korter tuttugu mínútur. Ef að ósýnilega "VIP" röðin hefði ekki verið þarna þá hefði þetta tekið 5-10 mínútur. Hvaða fólk er svona merkilegt að það getur ekki beðið í 5-10 mmínútur ?? Enginn !!! Þetta voru alveg jafn miklir nóboddís og ég. Ok einn sjúskaður fyrrverandi landliðsmaður í handbolta. Og ég reikna með að síma Jesú hafi líka ekki þurft að fara í röð. Mér fannst hann geðveikt flottur þegar hann kom inn. Held samt að það hafi aðallega verið af því að hann kom mér á óvart. Svo missti ég áhugann. Ég er nefninlega með ofnæmi fyrir plebbum og plebbisma. Ég get ekki skilgreint það betur. Merkilegt hvað Stefán þekkti samt mikið af fólki þarna inni !!!
Til hamingju með afmælið Elín
Athugasemdir
Takk fyrir Heiðdís
Amma mín dó einmitt á þessum degi, 5.okt. Sérstakt!!!
Elín (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.