28.11.2007 | 19:15
Mig langar
Mig langar í svona. Þetta eru bara fallegustu kertastjakar sem ég hef séð í langan langan tíma. Ég sé fyrir mér stemningu í að taka þennan aðventukrans upp fyrir hver jól og stilla honum fallega upp einhverstaðar, kannski skreyta með einhverju smá, en ekki mikið.
Þessi er reyndar silfur...þessi sem ég er að skoða fæst í líf og list og er gylltur...svoooo fallega gylltur. Kostar litlar 8900 krónur !! Vaaaaáááá mig langar í.
Mig langar líka í þennan, sé hann fyrir mér uppi allt árið. Hann á líka að vera gylltur og kostar tæpar 5000 krónur. EN ég er að fara til Köben og þessi stjaki er til í saga boutique og kostar þar 2800 krónur. Vona að hann verði til þegar ég fer út. Óendanlega fallegt að mínu mati
so pretty
Athugasemdir
Já jiminn.... sá þessa kjertastjaka á laugarveginum, ekkert smá fallegir! Ég er að fýla þá í silfrinu, bjútífúl!
Guðrún , 29.11.2007 kl. 14:11
Tengist þessi færsla eitthvað því að afmælið þitt sé að nálgast :)
Elín (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:09
nanananana.... minns á svona krans
Reyndar silfur en ég á - ég á hehehe
*ojj...geðveiktljóttaðmontasigsvona*
Eva, 30.11.2007 kl. 00:10
Hæ, þetta er til í búðum sem heita Bahne og Imerco hér í Danmerku. Rosa flott :) Rosa dýrt líka :)
olofinger (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 12:59
sko...ég ætla að kaupa mér þennan litla í flugvélinni á leið til köben...veit ekki hvernig ég á að redda mér þeim stóra þar sem þetta er of dýrt til að biðja um í afmælisgjöf (búin að fá frá mömmu og pabba ), er ekki alveg búin að ákveða hvernig ég ætla að tækla þetta
Heiðdís Ragnarsdóttir, 30.11.2007 kl. 13:03
Ef þú færð fleiri í lið, þá er ég alveg til í að gefa þér innleggsnótu í Líf og list í afmælisgjöf :)
Elín (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 15:47
Eitt í viðbót. Ég býst við vöfflum þegar ég kem :)
Elín (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 15:48
interesting...very interesting
Heiðdís Ragnarsdóttir, 1.12.2007 kl. 12:07
Aðventukransinn er líka til í Saga Boutiqe og kostar held ég 5800 (en ég man það þó ekki alveg). En má ég benda þér á að ef þú gerir aðventukrans og kaupir í hann á hverju ári verður þessi flotti gyllti fljótur að borga sig upp Þarft þá bara að kaupa kerti og þau kosta 99 kr. í blómavali Það nefnilega getur kostað slatta að gera aðventukrans. Er búin að læra það. Og ef þú kaupir hann tilbúinn kostar hann 5000 kr í blómavali.
Mæli með Georg Jensen :)
Þjóðarblómið, 1.12.2007 kl. 18:19
cooool, tékka á saga boutique á föstudaginn...spennó spennó. og ég sem er búin að kaupa kúlukerti í aðventu skálina mína..en þau kostuðu nú bara kannski 5-600 krónur...ég kaupi hann kannski bara og bið svo um styrki í afmælisgjöf
Heiðdís Ragnarsdóttir, 1.12.2007 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.