21.12.2007 | 09:23
Afmæli
Ég á afmæli á morgun. Það getur verið erfitt að eiga afmæli svona stutt fyrir jólin. Aðallega ef maður ætlar að halda uppá það. Þegar ég var lítil var það ekkert mál þar sem ég bauð bara í afmæli sama dag og síðasti skóladagurinn var. Þá gátu yfirleitt allir komið, jafnvel þeir sem fóru eitthvað um jólin. Núna er það ekki svo einfallt. Allir farnir að vinna og vesen. En ég ætla að gera tilraun á morgun. Fyrst þessi góði dagur lenndir á laugardegi þá ætla ég að bjóða í vöfflukaffi. Mér finnst það tilvalið...allir vakna snemma og reyna að klára jólagjafakaupin í geðveikinni sem verður um helgina. Svo þegar fólk er að verða uppgefið þá skreppur það í vöfflur og kaffi hjá mér og mömmu (verður á Vesturgötunni). Vöfflur verða í boði á milli 15 og 18. Þegar fólk er búið að safna kröftum hjá mér þá er hægt að halda áfram eða fara í bæinn (það verður víst ekki gott veður á þorlák!, sel það ekki dýrara en ég keypti það!).
Ef þú þekkir mig og langar að koma...komdu þá :) Á vesturgötunni milli þrjú og sex
Athugasemdir
Ég hlakka til að sjá þig skvís
Elín (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 10:43
Ég mæti, voða spennt!
Lutheran Dude, 21.12.2007 kl. 12:07
Og ég líka! Jólagjafakaupin eru búin á þessu heimili og það verður bara rólegt og notalegt að kíkja á Vesturgötuna á morgun. Hlakka til!
Þorgeir Arason, 21.12.2007 kl. 22:14
Ég afrekaði að sofa afmælið þitt af mér
Þjóðarblómið, 22.12.2007 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.