Stærðfræði

Ég hef aldrei komið til Ameríku. Hef þó heyrt ýmsar sögur af ofurmatarskömmtum þar í landi og það á spottprís. Það virðist vera einhver hagfræði þar í landi sem hefur ekki náð að festa rótum á íslandi. Nú er ég ekki að tala um hvað allt er ódýrara í ameríkunni heldur þá reglu að því meira sem þú kaupir þeim mun ódýrara verður það! Sko, mamma og pabbi voru að koma heim í vikunni frá Flórída. Ég bað mömmu um að kaupa fyrir mig nokkrar snyrtivörur úti þar sem það er jú svo mikið ódýrara en á íslandi. Ekki málið. Ég bað mömmu meðal annars að kaupa fyrir mig andlitsvatn ("toner"). "Venjuleg" stærð er 200ml. Mamma keypti 400ml af því að það munaði svo litlu á verðinu. Ég er semsagt með risa flösku af toner í skápnum mínum (komst næstum því ekki fyrir í skápnum, ég fæ hálfgerða minnimáttarkennd þegar ég held á flöskunni). Allt í lagi  með það. Ég bað mömmu líka um að kaupa uppáhalds ilmvatnið mitt úti. Ég keypti 50ml flösku af því í ágúst sem er að verða búin. Mamma keypti fyrir mig 100ml flösku í gjafakassa með túpu af sápu og body lotion með sömu lykt, aftur, af því að það munaði svo litlu á verðinu.

Íslendingar virðast ekki hafa fattað þessa lógík alveg. Þ.e. neytendur vita af þessu og finnst það sjálfsagt en verslunareigendur vilja ekki vita af þessu. Það er nefninlega svo merkilegt að í sumum tilfellum er DÝRARA að kaupa í stærri umbúðunum heldur en þeim minni. Stundum munar aðeins á verðinu en þá kannski bara nokkrum krónum þannig að það tekur því ekki að kaupa stærri pakkninguna. Þetta finnst mér alveg merkilegt. Ég man að einhvertíma var ég að skoða cheerios pakka og var að hugsa um að kaupa stærri pakka af því að hann hlyti að vera ódýrari...en nei nei, það var dýrara að kaupa stóra pakkningu heldur en tvær minni. Skil ekki hvernig íslendingar geta reiknað þetta svona vitlaust...engin furða að íslendingar eru alltaf með einkunnir undir meðaltali í stærðfræði á heimsvísu!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ellert frændi minn sagði mér frá því þegar hann kom heima frá USA að í einu mollinu var svona drykkjarfanga verslun. Þar var hægt að kaupa gos úr vél, ásamt öðrum drykkjarföngum.

Stærsta glasið sem hægt var að kaupa gos í var 7 lítrar !!!

Elín (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 08:28

2 Smámynd: Þorgeir Arason

Gott hjá þér að vekja athygli á þessu Heiðdís. Ég hef tekið eftir þessu sama einmitt með Cheeriosið í Bónusi. Skil ekki þessa seríos-hagfræði á Íslandi!

Þorgeir Arason, 25.2.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband