Sumar

Ekki nóg með það að þriggja daga helgi er í vændum (fyrir vinnandi fólk) heldur er loftið farið að anga af gróðurlykt...æðislegt... ÆÐISLEGT

Ég held að ég gæti ekki valið mér eina árstíð sem mér finnst best. Held að ég sé hrifnust af þeirri árstíð sem er í gangi hvert sinnið. Nema kannski seinasta part vetrarins...en það er bara af því að hann er svo langur. Held samt að ég hafi meiri þolinmæði gagnvarnt vetrinum heldur en margur annar....eins gott þar sem ég ætla að búa á austurlandi !!!

En akkúrat núna get ég ekki beðið eftir almennilegu sumri. Hef mætt í vinnu alla vikunna á peysunni af því að það er orðið svo hlýtt (reyndar ullarpeysu en það er samt bara peysa!)

Því nú er sumar sumar sumar og sól (reyndar rigning akkúrat núna en hverjum er ekki sama um það Tounge)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband