3.6.2008 | 22:11
Labba bara með allt draslið á bakinu...tvær ferðir
Shitttt hvað það er dýrt að flytja dótið sitt frá Rvk til Egilsstaða.... nú eigum við ekki svo mikið dót, erum bara tvö (já og kisi). Samt verður þetta ekki undir hundraðþúsundkallinum ef við látum landflutningar eða flytjanda um málið. Við héldum að það yrði svo dýrt að flytja þetta sjálf af því að bensínið er orðið svo dýrt en það getur vel verið að það verði bara hagstæðara að dröslast með þetta sjálf... Svo er svo erfitt að fá eitthvað fast verð, sérstaklega þegar ég veit ekki hverstu mikil búslóðin er ennþá. Á eftir að vippa fram málbandi eða tommustokk eða eitthvað til að mæla rúmmálið á öllum mublunum mínum (okkar). Vesen að flytja svona...
Stefán Bogi er farinn frá mér. Hann er kominn í tómu íbúðina okkar á Egilsstöðum. Verkefnin sem hann hefur fengið til að gera fyrir austan eru að mæla gluggana svo ég/við getum keypt gardínur og að halda lífi í pottaplöntu sem fasteignasalan virðist hafa gefið okkur. Gaman að því. Ohhh ég er farin að hlakka til að komast í sumarfrí og fara austur. Stefán hringdi í mig áðan til að tilkynna mér það að Subway væri að opna á Egilsstöðum....loksins....
Athugasemdir
Asskoti er þetta dýrt 100.000 kall að flytja nokkra hluti.
Kosturinn er að þið fáið auka mann með ykkur í flutningana því það er innifalið hjá þessum gaurum (held ég alla vega)
En nú hef ég ekki áhyggjur af ykkur þarna fyrir austan, Subway mætt á svæðið ;)
Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, 3.6.2008 kl. 23:30
JÁ þá get ég komið í heimsókn fyrst siðmenning er komin á Egilstaði
Heiða (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 18:03
Takk fyrir síðast. ég skemmti mér rosalega vel :)
Elín (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.