Myndir

Myndir eru skemmtilegar. Ég á fullt af myndum á tölvunni minni en hef ekki látið framkalla/prenta neina þeirra. Hef ekki fengið myndir úr framköllun í tíu ár (finnst ég rosa gömul þegar ég get farið að tala um 10-15 ár aftur í tímann og munað það rosa vel!). Mér finnst rosa gaman að sjá myndir af fólki sem ég þekki og mér fannst æðislega gaman að fara í heimsókn til mágkonu minnar um daginn þar sem hún dró upp hvern bunkann á eftir öðrum af myndum af fjölskyldumeðlimum. Fólkið sem ég fór með í göngu í fyrra var með myndakvöld á sunnudaginn sem ég komst ekki á. Bjóst nú við því að foreldrar mínir hefðu fengið diska með myndunum sem ég gæti skoðað seinna. En nei nei, engin kom með myndir til að deila. Ég er fúl. Fullt af myndum af mér og Stefáni uppi á Glettingi og eitthvað fleira skemmtilegt.

Ég keypti mér loksins digital myndavél fyrir stuttu. Hef nú ekki verið mjög dugleg við að taka myndir en það á kannski eftir að breytast í sumar. Verð nú í sumarfríi fyrir austan, kannski geri ég svona picture a day thing eins og Hlín er að gera. Það er samt eitthvað sem maður gerir bara þegar maður er í sumarfríi (nú eða barneignarfríi). Aldrei að vita, gæti verið gaman. Það er gaman að skoða myndir...verð því að vera duglegri að taka þær (og "framkalla" þær).

Ég fór í gær að kíkja á nýjasta litla frændann minn. Hann er á vökudeildinni og er voðalega lítill (samt alveg 11 merkur!). Algjör mús með "bundið fyrir" augun í bláu ljósunum. Svo mikill snúlli. Hlakka til þegar hann fer heim og ég get komið í heimsókn og knúsað hann smá...ekki bara klappað honum Wink

Ég er að fara á fjölskyldumót um helgina á Hellu. ú...muna eftir myndavél. ú og sækja Stefán á flugvöllinn í kvöld...ekki með myndavélina...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

Barneignarfrí?? er eitthvað sem þú átt eftir að segja fólki? hehe

Dagný Guðmundsdóttir, 12.6.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

þegar ég las yfir færsluna þá vissi ég að þetta komment myndi koma...ákvað samt að láta það standa bara til að sjá hver yrði fyrstur. En þetta vísar til þess að Matti nokkur var að gera svona PAD thing þegar hann var í barneignarfríi (held ég).  Eins og að ég myndi tilkynna þungun mína svona á netinu....

Heiðdís Ragnarsdóttir, 12.6.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Guðrún

Hæ Heiðdís prjónakona og fórnarlamb mitt, þarf ráðleggingar frá þér. Á svona plötulopa og langar að prjóna með tvöföldu, var að prófa með einföldu og það bilar alltaf og það eru komin tvö göt, sem fer meira en lítið í mig (og MJÖG erfitt að rekja upp!!) Hvernig fer maður að því að gera með tvöföldu þarf maður að hafa tvær plötur eða tekur mar tvo þræði úr einni plötu, en fer ekki allt í flækju ef mar tekur tvo þræði? Þarf mar kannski að hafa tvær og gera hnykil? Veit ekkert um þetta en var samt að vinna í prjónabúð í mánuð, hehe.

Guðrún , 12.6.2008 kl. 16:33

4 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Held að það sé lífsins ómögulegt að gera eitthvað úr einföldum plötulopa...hef heyrt (og hef smá reynslu) að það sé best að gera hnykil úr tveimur böndum. Ég prófaði bæði að taka tvo spotta úr einni plötu og hafa sitthvora plötuna og mér fannst þægilegra að gera hnykil úr tveimur plötum. Svo ef maður er extra þolinmóður og hefur nægan tíma þá er best að gera hnykil og vinda svo aftur ofanaf hnyklinum í annan hnykil. Bandið verður nefninlega sterkara eftir því sem maður vindur það oftar, þá snýst svona uppá það og það verður smá meiri power í því.  Ég reyndi ekki einu sinni að rekja upp peysuna mína úr plötulopa...ekki hægt nema maður sé plötulopadrottningin...keypti bara meira garn...

Heiðdís Ragnarsdóttir, 13.6.2008 kl. 09:21

5 Smámynd: Guðrún

Takk æðislega! Hver veit, kannski verðum við plötulopadrottningar einn daginn.

Guðrún , 13.6.2008 kl. 10:36

6 identicon

Hæ Heiðdís.

Langaði bara að segja þér að mér finnst þú æðisleg :) og svo er alltaf gaman að lesa bloggin þín.

Ólöf Inger (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband