1.7.2008 | 01:17
Man ekki eftir fimm vörðum á hálsinum !!
Fimmvörðuháls. Fínasta gönguleið. Meira upp en ég bjóst við. Varð þreyttari á leiðinni upp en ég bjóst við en ég kenni Sólveigu um. Hún er í svo fanta miklu formi að hún nánast hljóp upp hlíðina. En hún var sem betur fer aðeins orðin þreytt þegar við fórum niður Smá myndasjó til að lýsa ferðinni:
Tinna og Sólveig klukkan hálf sjö á laugardagsmorgni
Heiðdís tilbúin að skella sér á hálsinn !
Og svona leit ég út fjórum tímum seinna eftir að hafa þrammað upp á hálendið og var loksins komin í smá pásu. Pásan entist samt ekki lengi þar sem það var skítakuldi þarna uppi. Ég var hálf þunglynd síðast klukkutímann að skálanum og fannst allt ómögulegt en korteri eftir að við lögðum aftur af stað var allt orðið betra og skemmtilegra.
Killer útsýni. Það var bara æði að labba niður í Þórsmörk. Ég hef nefninlega aldrei komið þangað. Mamma og pabbi fóru mikið með okkur systurnar á ferðalög um landið á sínum tíma og við höfum nú komið víða. En við höfum aldrei komið í Þórsmörk. Og ég er bara hneyksluð á því. Það er viðbjóðslega fallegt þarna og mig langar rosalega mikið í útilegu þangað til að geta gengið meira um og skoðað.
So pretty
Það var auðvitað útilegu djamm um kvöldið. Hérna erum við búnar að borða og Andri (Írafár) í hörkustuði á gítarnum og Þóra að syngja með.
Tinna komin í splitt á jörðinni.
Og allar komu þær aftur og engin þeirra dó !!!
Nenni ekki aðsetja inn fleiri myndir...það tekur svo langan tíma. En ferðin heim var löng þar sem það var bras að komast úr þórsmörkinni. Fullt af ám til að fara yfir og svona. Hef sjaldan setið í geðverri rútu. Ef ég hefði verið rútubílstjórinn þá hefði ég smellt smá ræðu í míkrafóninn um að ef fólk héldi ekki kjafti þá myndi ég stoppa rútuna og neita að keyra í bæinn. Voða jafnaðargeð sem þessi leiðindar bílstjóri hafði. En jey, það var gaman.
ok ein í viðbót af kisa uppi í tré...
Athugasemdir
mikið rosa ertu nú dugleg að labba svona Heiðdís!! gaman að sjá loksins mynd af kúst!! ;) ég treysti á það að þú farir ekki í heimsókn til tengdó og farir framhjá mínu húsi án þess að hringja og tjekka á hvort kjellan sé heima:) ég skal meira gefa þér te og þú mát velja grænt eða jasmín:)
þórdís (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 21:20
Haha... snilld og snilldarferð. Ég var einmitt að setja megnið af myndunum á myndasíðuna mína.
Viðurkenni að það var örlítið powerwalk á mér stundum ;)
Sólveig, 3.7.2008 kl. 01:49
Haha...ég gleymi alltaf blogginu þínu Heiðdís....sem er slæmt, því það er skemmtielgt!
Góð gönguferð...skemmtilegar myndir! :) ...þarf nú e-ð að fara að fá myndir úr þessari ferð til að njóta! :)
Tinna Rós Steinsdóttir, 8.7.2008 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.