3.7.2008 | 00:01
To close for comforte !!
Pfff. Trúi ekki að ég hafi sett inn þessa fínu myndafærslu og ég fæ bara eitt komment. Reyndar skemmtilegt komment en bara eitt !!! Þessi vika er nú búin að vera ágætlega strembin og á ekkert eftir að "skána". Mánudagurinn minn fór í stúss, tannlækni, dýralækni, kaupa kassa og flytjidót og keypti náttborð. Þriðjudagurinn fór í að pakka. Hugrún og mamma komu og björguðu mér seinni partinn og við vorum að troða í kassa langt fram á kvöld. Í dag var ég líka að stússast aðeins, pakka og þrífa. Ég þreif baðherbergið SVO vel að ég held að Tóta geti borðað af gólfinu. Kannski ekki samt, örugglega sápubragð af því! Svo hjálpaði pabbi mér (og Hugrún) að flytja dótið okkar sem við höfum geymt á Vesturgötunni í bílskúrinn hérna. Og við fluttum rúmmbotninn okkar og einhverja kassa upp í bílskúr. Ég er sko búin að vera geðveikt dugleg þessa vikuna!
Á morgun kemur svo flutningabíllinn og tekur dótið okkar og flytur það austur á föstudagsmorgun. Ég og mamma ætlum að keyra austur á föstudaginn og pabbi flýgur til okkar um kvöldið. Partý á Egilsstöðum um helgina
Shitt svo á ég eftir að halda á þessu öllu upp á aðra hæð OG taka uppúr þeim aftur og raða og skipuleggja. Sem sagt...NÓG að gera.
Og hvernig er geðheilsan núna....bara nokkuð góð. Var rosa hamingjusöm að klára vinnuna síðasta föstudag og svo var gleðigangan um helgina. Hlakka meira til að flytja heldur en ég kvíði fyrir. Held ég eigi samt eftir að fá meira en vægt sjokk svona í október þegar ég geri mér grein fyrir því að ég ætla mér að vera þarna í myrkrinu í "sveitinni" í einhver ár ! Eins gott að Stefán Bogi verði skilningsríkur við litla borgar/mömmu barnið.
Athugasemdir
Hæ
þetta á eftir að verða rosalega skemmtilegt hjá þér/ykkur. Svo verður líka örugglega alltaf einhver að koma í heimsókn og svona :)
Gangi ykkur vel að flytja.
Kveðja
ELín
Elín (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 07:44
Hæhó...



Sjitt... þetta er bara að bresta á
En þetta verður örugglega soldið skemmtilegt og á bara eftir að verða fínt
Annars er ég að fara í sumarfrí næstu tvær vikurnar og er stefnan tekin á norðausturlandið og austurlandið... ef við komum á Egilsstaði þá gæti nú vel verið að maður bjalli í þig og fái að kíkja í heimsókn eða dragi þig á subway - sem ég er ekki viss um að sé á Egilsstöðum
Eva, 3.7.2008 kl. 15:50
JÁÁÁ bjallaðu endilega í mig !!! Það eru allir að fara í sumarfrí á austuland en það eru annað hvort allir búnir að vera þar eða eru þegar ég verð í bænum þannig að þú verður að bjalla mig. Stefán sagði mér að það væri verið að fara að opna subway á egilsstöðum og þeir skulu bara vera búnir þegar þú kemur
Heiðdís Ragnarsdóttir, 3.7.2008 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.