Okur :) minns bara orðinn virkur neytandi ;)

I am one of them now. Sendi póst á okursíðu dr.Gunna. Þetta er í annað sinn sem ég sendi póst á hann. Í fyrra skiptið var það til að kvarta undan lélegum dómi á skítamórals disk. Töluvert langt síðan. Núna var það til að koma okri á framfæri. Og auðvitað var verið að okra á nauðsynjavörunni kjörís. Þarf eitthvað mikið að gerast til að ég fari að senda inn komment á svona síður en þarna var of langt gengið Tounge

Af því að ég er svo mikill töffari þá var þetta það sem ég sendi :

#1834    Ég var, eins og svo margir aðrir, í Kringlunni fyrir jólin. Ákvað að fá mér ís í ísbúðinni hjá Hagkaup. Og í fyrsta sinn á ævinni hætti ég við að kaupa mér ís af því að hann var of dýr. Lítill bragðarefur/hræringur var kominn í 790 krónur hjá þeim. Miðstærð á 890 og stór á 990 krónur. "Venjulegt" verð fyrir lítinn bragðaref hefur verið á ca. 500 krónur. Mig grunaði að ísinn hefði hækkað undanfarið en þetta var of mikið. Tæpar 800 krónur fyrir smá ís og smá nammi. Ég sá fram á að fá aldrei ís aftur. Fór í verðkönnunarleiðangur í Fákafenið í Erlu-ís. Vissulega hefur verðið þar einnig hækkað en var samt viðráðanlegra. Hjá þeim í Fákafeninu kostaði lítill bragðarefur 590kr, miðstærð 690kr og stór 790kr. Dýrt....en aðeins skárra. 
Heiðdís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband