14.1.2009 | 15:47
Ræktin 2009 !!
Ben Affleck og Jennifer Garner eignuðust stelpu í síðustu viku. Þau hafa nú ákveðið að heiðra biblíuleshópinn minn með því að skíra dóttur sína í höfuðið á hópnum. Hópurinn heitir s.s. Serafar og barnið heitir Seraphina Rose Elizabeth Affleck. Seraphina er víst "byggt á hebreska orðinu seraphim", sem notað er í Biblíunni um engla með stóra vængi sem sitja umhverfis kórónu Guðs." Nú er ég ekki guðfræðingur og veit því ekki hvort að þetta sé nákvæmlega rétt skýring. Veit samt að þetta eru englar. En annars þá þökkum við í biblíuleshópnum Seröfum kærlega fyrir þann heiður sem okkur hefur verið sýndur og bjóðum fjölskylduna hjartanlega velkomna á hitting hjá okkur
Að öðru.
Ég fór í ræktina á mánudaginn þar sem BC var dottið uppfyrir. Það var þrennt sem kom mér á óvart.
Nr. 1 Þetta er rosalega flott aðstaða. OK aðstaðan sjálf er kannski ekkert rosaleg. Tækin eru annsi nálægt hvert öðru og teygjuloftið er undir súð og töluvert minna en svefnloftið mitt gamla og góða á vesturgötunni. En tækin er fyrsta flokks. Sömu og er í Laugum segir Stefán Bogi. Veit ekki við hverju ég bjóst en ég bjóst við einhverju lélegra...það er alveg á hreinu.
Nr. 2 Ég kom sjálfri mér á óvart á hlaupabrettinu. Greinilegt að smá labb og blak hefur heil mikið að segja þar sem ég hef aldrei hlaupið eins auðveldlega svona í fyrsta skiptið eftir langt hlé. Hljóp meira að segja á 12 í alveg eina og hálfa mín (skrifa mín af því að ég nenni ekki að hugsa hvort að það sé ú eða ó...sjá fyrri færslu....). Þetta var sko skemmtilegt surprise og ég nokkuð sátt við mína.
Nr. 3 Var ekki alveg jafn sátt þegar ég viktaði mig á leiðinni út. Kom mér á óvart hvað mér hefur tekist að þyngjast á ca. tveimur árum. Og ekki var ég nú létt fyrir. Ef svona heldur áfram þá verð ég á forsíðunni á Vikunni eftir nokkur ár að segja frá magaminnkunaraðgerðinni minni. Myndir frá þessum tíma og næstu árum munu príða greinina sem og myndir af mér í þröngum fötum með professional sminki og öllu sem til þarf til að gera hrukkótt andlit mitt nógu fallegt fyrir forsíðuna. Ekki alveg það sem mig langar mest til.
Þannig að þetta var mjög fróðleg ferð í ræktina. Tókst meira að segja að lækka gjaldið sem Stefán Bogi þurfti að borga fyrir árskortið sitt....gott að eiga góða konu Núna er ég því að leita mér af svona fjarþjálfa sem getur sett upp fyrir mig æfingarprógramm og sagt mér hvað ég eigi að borða. Viðkomandi þarf að hafa þannig matarprógramm að ekkert er bannað en ýmislegt óæskilegt. Held að það gæti virkað. Við Stefán virkum nefninlega ekki eins. Ég þoli ekki þegar ég "má" ekki borða eitthvað....hlít að geta ráðið því sjálf.
Tek það fram að ég fór ekki í ræktina í gær af því að ég fór í blak. Sem er ekki frásögum færandi nema fyrir það að Stefán var með bílinn á Reyðarfirði og því fór ég gangandi í æfinguna. Það finnst mér magnað.....
Athugasemdir
Vó hvað þú ert dugleg.
Þú verðskuldar svo sannarlega klapp á bakið......svo hér kemur það......*klappábakið* ;)
Tinna Rós Steinsdóttir, 15.1.2009 kl. 10:40
Sælar :)
Flott hjá þér :) Þú ferð létt með þetta, og skalt enda hugmyndinni um Vikuna út um gluggann. Gerðu þetta bara á þínum forsendum og þá bjargast þetta, hef heyrt að Gilsenegger sé vel liðinn sem fjarþjálfari, gamall vinnufélagi minn er amk ánægður með hann.
Og maður segir mínúta ekki mínÓta :)
Rakel (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 01:46
...og skrifar líka mínúta :)
Rakel Brynjólfsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.