26.1.2009 | 22:09
Þorrinn mættur
Jæja. Held að það sé rétt hjá Hugrúnu....mánudagar eru mínir hlaupadagar. Hlaupa planið var svona:
Fyrsta markmið: að ná að hlaupa þrjá kílómetra á 20 mínútum.
Annað markmið: að hlaupa tvo kílómetra á 12 mínútum.
Þriðja markmið: að hlaupa hvern kílómeter (fyrst einn....svo fleiri) á fimm mínútum.
Í dag náði ég að hlaupa þrjá kílómetra á 19 mínútum OG tvo kílómetra á 12 mínútum. Vissi ekki að ég ætti þetta til. Nú veit ég að ég get þetta... þá er bara spurning hvort að ég geti þetta aftur....og aftur...og aftur??? Spurning þó hvort að ég vilji gera þetta aftur. Stefán hefur hótað því að senda mig á landsmót UMFI sem keppanda Hattar í hlaupi. Ekki alveg á mínu plani En confident booster nr. 1
Við fórum á tvö þorrablót núna um helgina. Á föstudaginn fórum við á blótið á Egilsstöðum. Það var mjög gaman og ég fattaði alveg helling af bröndurum. Ég borðaði mest af saltkjötinu sem hafði þó þann leiðinlega ókost að það var ekki salt ! Soldið óheppilegt, aðallega út af nafngiftinni. Alveg vel ætt samt....Frétti það núna í dag að einhver strákur á mínum aldri spurði eina samstarfskonu mína hvaða gella þetta væri (það var ég ). Confident booster nr. 2
Á laugardaginn renndum við niður á Borgarfjörð á blótið þar. Það var líka voða gaman. Þekkti ekki eins marga en saltkjötið þar var alvöru og rosalega gott. Ég fattaði ekki jafn marga djóka þar en þeir brandarar sem ég þekkti til voru stórkostlegir. Afskaplega sniðugt fólk á Borgó. Sá eini sem reyndi við mig þar var íþróttahúsvörðurinn sem er á sextugsaldri. Ekki confident booster nr. 3
En ég fann nokkra ættingja á borgó. Og þeir voru mjög spenntir fyrir því svo það var voða gaman. Mamma verður að koma með mér í allavega tvær heimsóknir þegar hún kemur næst að heimsækja mig. Verst að ég gleymdi myndavélinni minni í bæði skiptin. Blurp.
Ég kem í bæinn á föstudaginn. Vey.
Einn punktur í umræðum um forsætisráðherra. Til greina komu (á einhverjum tímapunkti í umræðunni allavega) Ingibjörg Sólrún, Jóhanna Sigurðardóttir og Þorgerður Katrín. Enginn karlmaður í umræðunni.....gaman að því. En annars þurfa þessir háu herrar og frúr að setja eitthvað saman fljótt....mér líður illa í óvissu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.