4.2.2009 | 15:58
Reykjarvíkurnætur...
Reykjarvíkurferð lokið og ekki búin að ákveða hvenar ég kem næst. Eina ferðaplanið so far er dekur/menningarferð til AKureyrar í mars. Fjúff ég hlakka sko til þess.
EN Reykjavíkin mín var indæl. Stórafmæli hjá mömmu á laugardaginn sem tókst voða vel og það var voðalega gaman. Pabbi bað mig um að vera veislustjóri og gekk það ágætlega. Fólk hló allavega aðeins og allir skemmtu sér vel. Ég komst líka á kaffihús þrisvar....einu sinni með fólki og tvisvar sinnum totally alone með slúður og dúllerí. Love it. Mánudagurinn fór svo í verslunarleiðangur þar sem ég þurfti að kaupa þrjár afmælisgjafir og smádót handa mér sem fæst ekki fyrir austan. T.d. mango chutney (þau eru bara ekki góð sem fást í bónus) og multidopholus gerlar (sem reyndar fást hérna en eru ekki geymdir í kæli eins og stendur á boxinu !!!).
Ég flaug svo heim á mánudaginn í bestu flugferð sem ég hef farið í. Vélin haggaðist ekki í loftinu (það er hún fór áfram en ekki stanslaust upp og niður) og ferðin var eins smúð og hún getur orðið. Svo var heiðskýrt alla leiðina sem og snjór yfir öllu. Ég var á ferðinni í ljósaskiptunum og það var alveg magnað að sjá nánast "allt". Ég sá Bláfjöll, Hellisheiði, Hveragerði, Selfoss, Vestmannaeyjar, Hellu, Hvolsvöll, laugarvatn, sumarbústaðabyggðir og væntanlega jökla þó að ég hafi ekki séð mikinn mun á þeim og öðru. Svo þegar við vorum komin á austurhlutann benti flugstjórinn okkur á að á hægri hönd sæjum við ljósin frá Höfn í Hornafirði og á þá vinstri sæjum við Akureyri og Hlíðarfjall. Ég sá reyndar ekki Akureyri en fannst alveg eins magnað að sjá Höfn og vita að það sæist einnig til Akureyrar. Creizy að það sjáist svona stranda á milli. Litla land.
Í gær sat ég svo heima og djöflaðist við að klára frágang á peysunni sem ég kláraði að prjóna í haust. Mamma var búin með saumavélavinnuna fyrir mig en eftir var hellings frágangur sem ég náði ekki einu sinni að klára í gær. Á eins og hálfa kvöldstund eftir. Ekkert smá mikið vesen að klára þessar flíkur.... Er svo að verða búin að prjóna mér aðra lopapeysu. Hún er rennd og ég er mikið að spá í hvort að ég eigi ekki að fá saumakonu til þess að setja rennilásinn í hana. Aðallega svona til þess að halda geðheilsunni minni. Geðheilsan er nefninlega svolítið tæp þegar kemur að rennilásaísetningu. Komst að því fyrir nokkrum árum....Skammast mín ekkert fyrir það. Amma mín sem hefur prjónað milljón peysur kann ekki ennþá að lykkja undir höndum þó að mamma hafi kennt henni það hundrað sinnum. Hafiði það...ef hún kemst upp með að kunna það ekki þá kemst ég upp með að missa geðheilsuna yfir rennilásum.....hah!
Athugasemdir
Gaman að heyra að þú skemmtir þér vel í Reykjavíkinni, en það var leiðinlegt að missa af þér :( Við verðum bara að bæta úr því næst og svo stefnum við á að kíkja á ykkur í sumar.
Elín Njálsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.