10.2.2009 | 19:37
Þorrablót og venjulegt.
Þorrablótið á föstudaginn tókst stórvel. Stefán Bogi fór að sjálfsögðu á kostum og var kynntur inn sem Stefán úr sjónvarpinu. Hann segist reyndar hafa verið kynntur sem Bogi úr sjónvarpinu en ég er ekki sammála því. Stefán söng og talaði út í eitt og ég er ekki frá því að það hafi verið hlegið. Sem er gott. Ég þjónaði til borðs og er sannfærð um að ég hafi fengið fýlu borð. Vá hvað mér fannst þetta fólk leiðinlegt. Ekki jafn slæm og fíflið sem var á borðinu við hliðina en hann er þekktur nöldrari og í mínum bókum er hann núna fáviti. Var næstum því búin að segja honum það og segja honum að halda kj.... Veit ekki hvað það var sem hamlaði mér í því ! Fyrir utan þetta gekk vel. Spes samt að ég var á "glasavakt" í klukkutíma og það kom mér stórkostlega á óvart hvað fólk var viðkvæmt fyrir glösunum sínu. Mér fannst stundum eins og ég væri að rífa hjartað úr fólki þegar ég spurði hvort að ég mætti taka tóma glasið þeirra. Vildi að það væru fleiri gestir eins og ég er....ég er voða kurteis og reyni að vera hress. Þetta fólk var það ekki !!!
Á laugardaginn fórum við í mat í sumarbústað til Stellu Rúnar frænku Stefáns og kærastans hennar. Það var svo ljómandi fínnt. -16 til -20 á leiðinni og þau að grilla læri...ekki eitthvað sem mér hefði dottið í hug. Læri, meðlæti, súkkulaðikaka og ís og marssósa. Gerist varla betra. Spiluðum svo Risk. Var ekki í stuði fyrir það. Svo pictionary. Mun betra.
Á sunnudaginn fengum við bandarískan körfuboltamann í mat. Honum leiðist svo mikið hérna að við Stefán urðum að gera eitthvað fyrir hann. Hann fékk fisk að borða og var voða kátur með það. Svo fór hann og ég hringdi í tvo íslendinga og bauð í spil. Og ég "bakaði" kókoskúlur. Jammí.
Kláraði loksins peysuna mína sem ég er búin að vera tæpt ár að klára...nú eða bara heillt ár. En hún var þess virði...voða flott og ég fæ þvílíkt hrós fyrir hana. Set kannski inn mynd þegar ég nenni. Já og af hárgreiðslunni minni á þorrablótinu. Tók ekki myndir af neinu öðru....ég er alveg ótrúlega lélegur myndatökumaður...að ég hafi ekki tekið myndir af því þegar austfirskur bóndi á sjötugsaldri, í pilsi og með bleika hárkollu skakaði sér utaní Stefán Boga...synd synd synd...
Allt fréttir maður á facebook....núna á "litli" frændi von á barni....ég er svo mikið eftirá...
Útsvar á föstudaginn !! Allir að hugsa gáfulega til Stefáns !!!
Athugasemdir
Jújújú, það var pottþétt Bogi úr sjónvarpinu sem var alltaf sagt.
Og blótið var æðislegt. Takk fyrir mig:)
Urður (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 23:07
Damn...þoli ekki þegar Stefán hefur rétt fyrir sér
Já og allir að hugsa gáfulega til Urðar líka
Heiðdís Ragnarsdóttir, 11.2.2009 kl. 10:57
Litla frænka mín er líka ólétt... ég er líka eftir á...
Guðrún , 11.2.2009 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.