24.3.2009 | 13:08
Nammi
Ég er lasin heima, þess vegna get ég bloggað tvo daga í röð
Þetta eru ekki pólitískar pælingar. Þetta eru meira svona fyrrverandi starfsmaður í búð og núverandi starfsmaður í leikskóla pælingar. Ég hlustaði á fréttirnar í gær. Þar var ein frétt um að flestar verslanir hefðu ekki gert neinar ráðstafanir vegna nýrra laga um staðsetningu sælgætis. Það er semsagt búið að samþykkja einhver lög til að "vernda börnin" um það að sælgæti og snakk eigi ekki að vera í sjónhæð barnanna.
Sorry, en þetta er eitt það vitlausasta sem ég hef heyrt í langan tíma.
Nr. 1. Bara praktíska hliðin. Hver er "sjónhæð barnanna"?? Hvaða aldur erum við að tala um? 2-3 ára, 4-6 ára, 7-10 ára ? Svolítill munur á hæðinni á þessum börnum.
Nr. 2. Ég fór að pæla í því hvaða aldur er í mestri "hættu" þegar kemur að nammi og snakki. Eru það leikskóla börnin, grunnskólabörnin eða unglingarnir? Mig minnir að það séu unglingarnir sem borði mest af sælgæti, snakki og gosi. Svona þegar foreldrarnir eru aðeins að missa tökin (sem er eðlilegt), unglingarnir eru með einhver fjárráð og ráða sér aðeins sjálfir. Ég hélt að það væru þeir sem væru að fitna mest. Þurfum við að færa þessar vörur úr sjónhæð unglinganna ???
Nr. 3. Þessi lög eru ekki gerð til að vernda börnin. Þau eru gerð til að vernda foreldrana. Þetta er fyrir foreldra sem nenna ekki að ala upp börnin sín. Ég hafði nammi fyrir augunum sem krakki og ég er ekki fúl út í móður mína fyrir að segja "nei" við mig ef ég suðaði. Ég var örugglega ekki sátt á þeim tíma en ég er nokkuð viss um að ég sé betri manneskja fyrir vikið. Börnin læra það að maður fær ekki alltaf allt sem maður vill.
Nr. 4. Fólk er svo vitlaust. Ef þetta verður gert er ég viss um að starfsfólk verslana eigi eftir að fá komment eins og "ég ætlaði að leyfa barninu mínu að velja sér nammi en það er svo mikið vesen af því að það er svo hátt uppi"
Þegar ég vann í búð þá sá ég börn í frekjuköstum. Gerðist það á hverjum degi. Nei. Voru það alltaf sömu börnin. Nei. Ég dáðist mest af fólkinu sem annað hvort fór út með börnin sín eða hunsaði þau þegar þau létu svona. Þegar ég var á kassa var fólk yfirleitt að kaupa nammi handa sér en ekki börnunum sínum.
Þetta er eitt af þessum málefnum sem hljóma vel ... verndum börnin ... en mér finnst þetta bara vitlaust. Ég held að ég þurfi meiri aðstoð við að ala sjálfa mig upp heldur en ég þyrfti til að ala upp börnin mín. Það er nefninlega miklu auðveldara að hugsa skynsamlega um einhvern annan en sjálfan sig. Ég legg því til að sælgæti, snakk, sykrað gos og sætabrauð verði flutt úr sjónhæð minni. Takk fyrir.
Athugasemdir
Þú hefur alveg eitthvað til þíns máls. En ég átti í svo miklum vandræðum með Lárus vegna þess að hann borðaði alltaf úr nammibarnum. Ég var búin að gera allt sem ég gat en það virkaði ekkert hann fékk sér alltaf. En svo einusinni þegar hann var að skófla í sig þá kom starfsmaður og bannaði honum að borða úr barnum þá hætti þetta alveg. Hann vil sko ekki láta einhvern ókunnugan skamma sig aftur :)
En þetta hefði aldrei verið vandamál á þessum tímapunkti nema vegna þess að nammibarinn er staðsettur alveg við gólfið.
Elín (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 13:53
Hehe, vá hvað ég kannast við þetta Ok ég skal gefa þetta eftir, nammibarinn sjálfur þarf ekki að vera í 2-4 ára hæð, aðeins of freistandi fyrir þessi minnstu. En ég var svona meira að tala um hluti í lokuðum umbúðum
Ég lenti samt einu sinni í því í nóa að það kom foreldri til mín og bað mig um að skamma barnið sitt fyrir það að fá sér bita af epli eða eitthvað. Ég var nú ekki alveg á því, finnst ekkert sérstaklega gaman að skamma annara manna börn fyrir framan það. En ég þurfti það varla, ég fór fram með foreldrinu og sagði við barnið (ekki í reiðitón eða neitt, bara nokkuð fallega) að þetta mætti ekki. Barnið fór alveg í klessu (einmitt 2-4 ára eða e-ð) og ég er nokkuð viss um að það hefur ekki fengið sér bita í búðinni eftir það, og foreldrarnir voða sáttir.
Allt í lagi að fá smá hjálp...en lög ekki endilega málið
Heiðdís Ragnarsdóttir, 24.3.2009 kl. 15:32
Játs hvað ég er mikið sammála þér !
Frekar sillí að setja svona lög...
Eva, 1.4.2009 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.