Páskarnir komnir

PÁSKAFRÍ ... finally.  Ég er heima að horfa á fjölskyldumynd frá 1994 á rúv. Ég horfði á þessa mynd sem krakki og fannst hún rosa skemmtileg. Finnst hún ekki alveg jafn skemmtileg og núna en alveg ágætis fjölskyldumynd um krakka sem búa sér til sumarbúðir af því að þau vilja ekki fara í þær sem foreldrarnir vilja senda þau í. Stuð hjá mér. Í gær horfði ég á myndina Shall we dance. Hún var líka á rúv. Rúv er alveg að brillera í bíómyndavali. Rosa væri ég mikið til í að læra quickstep dans. Hann er geðveikt flottur. Miklu flottari en vals og eitthvað svona væmó. Hvernig væri að við Stefán dönsuðum brúðarkvikkstepp í brúðkaupinu okkar frekar en einhvern væmó vals ?? Ég þykist geta hreyft fæturna svona hratt...Stefán er ekki viss.

Hvað haldið þið ?? Getur ekki verið svo erfitt, steppidí stepp, hlaupedí hlaup, hoppedí hoppedí stepp. Sko er næstum því búin að ná þessu !  .....þyrftum reyndar svolítið stórt dansgólf Woundering

Það er kominn vorfílingur í mig. Sem er ekki alveg nógu gott þar sem það er bara apríl og það koma alltaf einhver hret í lokin. Fuglarnir eru samt að koma aftur. Við sáum svani og gæsir fljúga yfir um helgina. Hef reyndar ekki hugmynd um hvort að þessir fuglar fari alltaf af landi brott en ég hef allavega ekki séð þá í vetur. Svo eru fuglarnir líka farnir að syngja fyrir mig þegar ég labba í vinunna á morgnanna. Voða vorlegt.  Fékk líka svona extra vor í hjartað í gærkvöldi. Þá var ennþá bjart þegar ég var búin að borða og mig langaði voða mikið til að fara út og gera eitthvað. Ég gerði það ekki en mig langaði til þess Wink   Það þýðir að það sé að koma vor. Þegar mann langar alltaf til að vera úti.

Við Stefán fórum í sunnudagsbíltúr á Akureyri síðasta sunnudag. Ég hef bæði heyrt sögur af fólki sem gerir þetta stundum, þ.e. vera bara einn dag. Öðrum finnst þetta svolítið langur bíltúr. En við höfðum það voða gott. Fórum í rúmfatalagarinn, hlölla báta, greifann og á kaffihús. Heimsóttum líka Urði og manninn hennar. Alveg hreint luvelly. Okkur finnst líka svo gaman að spjalla og keyra. Þegar við verðum komin með þrjú börn og þurfum að komast út til að rækta sambandið þá förum við ekki út að borða eða eitthvað svoleiðis...við förum í bíltúr. Mjög djúpar samræður sem skjóta upp kollinum t.d. á möðrudalsöræfunum. Ljómandi góður bíltúr og gaman að koma á Akureyri. Váts hvað ég hlakka til að fara þangað í dekurferðina í maí InLove

Gleðilega páska Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband