14.5.2009 | 21:15
Vorið að koma.
Eðal helgi er liðin.
Síðustu helgi fórum við hjónaleysin ásamt hjónunum Hlín og Þorgeir til Akureyrar í dekurferð. Ég fór reyndar suður á miðvikudaginn til að vera á námskeiði á fimmtudaginn og flaug svo norður á föstudaginn (í hífandi roki og versta flugi sem ég hef farið í innanlands...var ekkert hræðilegt en þar versta hingað til). Ég lenti á Akureyri um tvö leitið og hin komu keyrandi klukkan sex. Ég hafði það afskaplega nice á meðan. Fór bara í smá smá göngu um miðbæinn...hún var ekki löng sökum mjög leiðinlegs veðurs. Sat þeim mun lengur á bókakaffihúsinu og las slúður og borðaði súkkulaðiköku úr bolla (rándýrt helvíti en vá hvað það er gott !!!)...og drakk kaffi auðvitað. So very cozy.
Upphaflega ætluðum við að fara í leikhús en þar sem við fórum svo seint þá var leikhúsið bara búið. Fórum að borða á Greifanum og í bíó í staðin. Á laugardaginn vöknuðum við snemma og fórum í Aqua Spa í nudd. Þetta var algert dekur, fann ekki fyrir þessu, sem var allt í lagi. Nennti ekki að vera aum það sem eftir var helgar. Við dunduðum okkur svo um daginn en fórum á veitingarstaðinn Friðrik V um kvöldið. Það var GEÐVEIKT. Fengum okkur fimm rétta seðil þar sem við máttum aldrei vita hvað við vorum að fá...renndum frekar blint í sjóinn þar en vá hvað það var gott. Já og skemmtilegt. Þjónarnir voru á okkar aldri, annar ferlega hress, fyndinn og skemmtilegur, hinn var fyndinn án þess að ætla sér það. Ég spurði hann hvað "tartan" væri þar sem við fengum saltfisks tartan í for forrétt. Hann sagði okkur bara aftur að þetta væri í boði kokksins eða eitthvað og endaði svo á því að segja að tartan væri sko útlenska. Ó fyrirgefðu...vitlausa ég að vita ekki að tartan væri útlenska. Veit bara hvað þetta er af því að ég heyrði hinn þjóninn útskýra það fyrir einhverjum öðrum.
En já góð helgi. Nú er ég farin að hlakka til næstu helgar af því að ég ætla að þrífa. Hef ekki þrifið lengi þar sem við vorum í burtu um helgina og þar á undan vorum við svo mikið í sveitinni. Og svo auðvitað eurovision. Við erum búin að ákveða að hafa eurovisionprjónagrill partý á egilsstöðum á laugardaginn. En ofsalega er ég að verða ánægð með júróið. Að hafa tvær stórar undankeppnir og svo líka að á laugardaginn gilda símaatkvæðin 50% og dómaraval 50%. Held að það sé góð formúla. Þá vinnur ekki alltaf ballaðan eða alltaf popparinn í minnstu fötunum
Bjó til kjötsúpu í fyrsta sinn í vikunni. Hepnaðist mjög vel eftir að ég hringdi í mömmu og spurði hvort að ég væri að gleyma einhverju. Setti aðeins meiri kjötkraft og þá var hún brill. Áfram ég
Sumarfríið mitt fer að verða svo þétt skipað að ég held að ég þurfi sumarfrí eftir sumarfríið mitt Fyndið mér hefur yfirleitt líkað vel við allar árstíðir, þær hafa allar sinn sjarma, sem er alveg rétt. En vá hvað ég elska sumarið. Finn það bara þegar ég labba í vinnuna á peysunni með hrossagauksvellið í eyrunum. Yndislegt
Ég fór til læknis í dag til að láta líta á einhvern hnút sem ég er með hjá ökklanum og er búin að vera með í einhver þrjú ár. Ég er nefninlega handviss um að hann hafi verið að stækka. Og áfram ég, hann hafði stækkað. Nú bíð ég eftir að læknastrákurinn hringi í mig (hann var ekki mikið eldri en ég...en alveg ágætur:) og segi mér hvenar ég megi fara á Neskaupsstað eða Akureyri og láta heila og taugaskurðlækninn taka hnúðinn í burtu þar sem hann er farinn að bögga mig. Er bara svo ánægð þegar ég fæ eitthvað út úr læknaheimsóknum. Þoli ekki þegar ekkert kemur út og enginn veit neitt, bara bíða og sjá eða eitthvað.
Búin í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.