Sprengjuárás á leikskólanum :)

Ég er farin að halda að ég og Þóra Jenný séum einar eftir í bloggheimum. Nema þessir pólitísku bloggarar en þeir eru klárlega leiðinlegir Wink

Jæja, sumarið er að brjótast fram. Við Stefán fengum okkur bíltúr í Vopnafjörð á sunnudaginn síðasta og þar voru sum túnin orðin svo fagurgræn að það var eins og þau væru einhverskonar neon gras. Flott. Fíflarnir eru líka komnir sem er klárt merki um sumarið sem og býflugur á stærð við litlar mýs. Yndislegt Smile

Nú ætlar allavega einhver hluti af famelíunni minni að heimsækja mig þessa löngu helgi sem er framundan. Eitt stykki foreldrar og kannski einhverjar systur. Mæli með Austurlandinu um helgina, besta spáin InLove. Nú er bara spurning hvað þau vilja gera af sér þessa góðu helgi !!

Ég sá klósett gjósa í dag. Mikil klóaklykt hefur gosið upp reglulega á leikskólanum í vetur. Í dag var verið að vinna eitthvað í lögnunum sem heppnaðist ekki betur en svo að nokkur klósett breyttust í Geysi. Sem betur fer var bara hreint vatn sem gusaðist upp en ekki litað. Ég horfði á eitt klósett þar sem vatnið gusaðist rúman einn og hálfan meter upp á hurðina við hliðina á því. Ég pældi mikið í því hvernig ég gæti lokað skálinni án þess að fá á mig vatn. Fann að lokum brotin húlahring sem ég notaði til að teygja mig í lokið og skella því. Um leið og það tókst hjá mér þá hætti gosið. Ég kíkti inn á eina deild þar sem klósett hafði gosið á svipaðann hátt (þ.e. hreinlega frussast upp úr lögnunum, mjög spes). Þar horfði ein stúlka á mig með áhyggjusvip og sagði svo "það er sprengja í klósettinu". Ég reyndi að segja henni að það væru menn að vinna í lögnunum. Neibb...var ekki að kaupa það....sprengjur í klósettinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þjóðarblómið

Við erum klárlega bestar í þessum leik :) Allir hinir eru bara lélegir plebbar :)

Þjóðarblómið, 28.5.2009 kl. 20:27

2 identicon

Ekki samt hætta að blogga. Mér finnst svo gaman að fylgjast með því sem þú ert að gera og pæla. Góða skemmtun um helgina, það er alltaf gaman að fá heimsóknir. Ég verð bara heima þar sem einn maður sem ég þekki verður að vinna og einn strákur sem ég þekki er lasinn :)

Elín (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 08:36

3 identicon

Jú, jú, búin að pakka í töskuna og ætla af stað strax eftir vinnu.  Hvað við ætlum svo að gera er allt annað mál - held að golfsettinu verði smyglað með  

Mamma (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 09:40

4 identicon

Hæ, það verður gaman hjá ykkur að fá heimsókn að vestan, ég væri alveg til í að koma seinna en amma ræður nær það verður,(þetta er vestfyrska) Kveðja A+A.

Hörður Þ. (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband