Góður draumur maður...

Seinni helgi fermingarbúðanna gekk vel. Börnin fóru að sofa þegar þeim var sagt að gera það. Eða ég veit ekki betur. Einhverjar sögur voru um það að einhverjir hefðu farið út um nóttina en þá hafa þeir gert það hljóðlega svo mér er sama. Vona þá bara að þeim hafi orðið kallt á tánum.

Mig er farið að dreyma ansi undarlega og í nokkurskonar bíómyndastíl. Í nótt dreymdi mig að ég og Stefán værum, jah, glæpamenn. Við svindluðum á fólki og í einhverjum tilvikum drápum við það. Ætli við höfum ekki verið svona leiguglæpamenn. En það merkilega var hvernig við fengum skilaboð um hvað við ættum að gera (veit ekkert frá hverjum, var eins og við værum að þessu fyrir okkur en fengum samt skilaboð frá einhverjum).  Við fengum semsagt skilaboð í gegnum sítrónur ! Skærgular fullkomnar sítrónur með grænu laufi á. Man nú ekki hvernig við fengum þessar sítrónur alltaf en allavega í eitt skipti stóðum við á brú (svona eins og er yfir Tjörnina í rvk) og Hannes Hólmsteinn Gissurarson sigldi undir brúna á árabát og rétti okkur sítrónuna á priki.  Stuttu eftir það þá ræddi ég við Stefán að ég vildi hætta þessum bissness...fannst ekki fallegt að vera að svindla á fólki. Hann tók því ekki alveg nógu vel....en þá vaknaði ég.  Spes...

 Mig hefur dreymt tvo svona greinilega sögudrauma eftir þetta...veit ekki alveg hvað er í gangi í hausnum á mér....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband