Ojjjj slátur....

Var að fylgjast með sláturgerð í dag. Held að það hafi verið töluverð mistök þar sem ég get eiginlega ekki hugsað mér að borða afraksturinn. Ég tók nú ekki þátt í keppa saumi eða blöndun efnanna...einfaldlega af því að mig langar ekki til þess. En eins og ég sagði .... langar ekki til að borða afraksturinn....spurning hvað það mun taka mig langan tíma að gleyma þessu.  Stefán var ansi öflugur í sauminum...sem gerir það að verkum að ég mun ekki sauma neitt fyrir hann aftur, hann getur greinilega gert þetta sjálfur.

Ég fór til Reykjavíkur um síðustu helgi. Var bara að slaka á í faðmi fjölskyldunnar. Nennti ekki að leita að neinu öðru fólki. Það var gífurlega ljúft. Heimsótti reyndar Kringluna og Smáralindina aðeins en þeir staðir eru nú hluti af fjölskyldunni. Sat svo bara "heima" á laugardagskvöldið og saumaði peysur og hafði það kósí :)

Loved it. Kem svo aftur í byrjun nóvember. Sjáumst þá ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva

Stefnum á subwayhitting í nóv ;) - ef þú hefur tíma... og ef ég verð í bænum hehe :Þ

Eva, 3.11.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband