Labb í slabbi er leiðinlegt

Ég er svo þreyttur... Ég var nefninlega svo dugleg í dag að ég labbaði úr vinunni í Kaupfélagið og svo heim. Sem er í raun ekki frásögum færandi þar sem ég hef oft gert það áður. Merkilegi parturinn er að það var ömurleg færð (slabb og þungur snjór), ég var of vel klædd og ég keypti þunga hluti í búðinni. Held að ég hafi aldrei verið eins lengi að ganga heim eins og í dag. Sem var reyndar viljandi gert svo að ég myndi ekki deyja í leiðinni. Það hefði nefninlega verið frekar leiðinlegt !! Já og ég hef lítið hreyft mig að viti síðustu vikur sökum þreytu og stundum vanlíðunar. Enda fór ég í þennan göngutúr með því hugarfari að ég hefði gott af þessu Halo

 Við fórum i 16 vikna mæðraskoðun í gær. Það gekk mjög vel. Gaman að spjalla við ljósuna mína. Við ræddum m.a. um ógleðina mína og hina ýmsu verki og fylgikvilla þess að vera með stækkandi einstakling inni í sér. Ég er rosa hraust (miðað við blóðprufur og svoleiðis mælingar). Svo reyndum við að heyra hjartsláttinn í krílinu. Það tók tíma ! Svo virðist vera sem að fylgjan sé að framan hjá mér. Bögg....þá er líklegra að það sé langt þangað til ég finn hreyfingar. Búhú. Og það gerði það að verkum að ljósan var lengi að finna hjartslátt. Heyrðum 2-3 spörk áður en við fundum hjartslátt. Svo var hjartað mitt með svo mikil læti að tækið nennti ekki að leita að öðrum hljóðum. Gaman að þessu. Næst er það bara 20 vikna sónarinn í lok desember. Við ætlum að vita kynið...spurning hvort að þið fáið að vita það !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband