Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Bæjó 2007

Núna er síðasti dagurinn á árinu. Mér finnst gaman þegar það kemur nýtt ár. Mér finnst gaman að fá nýja dagbók og nýja stundaskrá í ræktina og alls konar svoleiðis. Magnað að mér finnist gaman að nýju ári þegar ég þoli ekki breytingar. Ég ætla til dæmis að nota næsta árið til að venjast tilhugsuninni um að það sé möguleiki á því að ég verði ekki hjá fjölskyldunni minni næstu jól eða áramót. Það mun taka mig árið að venjast þeirri hugsun. Er búin að komast að því að það tekur mig svona u.þ.b. ár að venjast dramatískum breytingum á lífi mínu. Hmm...ég ætti kannski að hugsa um að fara á danska kúrinn eða eitthvað í ár og þá verð ég tilbúin að gera dramatískar breytingar á mataræðinu mínu !!! spurning. Ég er að halda í vonina um að nýja Hreyfing verði svo flott að mér finnist ég vera að dekra við sjálfa mig í hvert sinn sem ég mæti þangað. Eins gott að þetta verði samt eitthvað rediculously flott þar sem ég er að fara að borga slatta pening til þess að fá að mæta. Eins gott sko.....

Kústur er farinn að taka uppá því að stinga af í sólahring eða einn og hálfan. Mér finnst það ekki skemmtilegt.

Annars hlakka ég mikið til að 2008 byrji. Ég er nefninlega orðin 25 ára og mér finnst það rosalega flottur aldur. Ég held þess vegna að það sé rosalega gaman að vera 25 ára og ég verð það meiripartinn af 2008. Þess vegna hlýtur árið að vera skemmtilegt og eitthvað skemmtilegt að gerast. Kannski gerist eitthvað stórt. Kannski gerist eitthvað rosalega merkilegt. Vonandi Cool

Áramótaheitið mitt síðustu árin hefur verið að gera nýja árið betra en það síðasta.  Veit ekki hvort að að hafi tekist. En ég ætla að halda áfram með það ágæta heit. Og auðvitað að vera duglegri í ræktinni...sjálfgefið Tounge

Gleðilegt ár.


Jólin á morgun

Ég er orðin hálf þrítug. Skil ekki af hverju 25 er hálf þrítugt. Held að öllum finnist meira vit í því að 25 sé hálf fimmtugt. En þetta las ég einu sinni í orðabók...ú eða í trivial...man það ekki alveg akkúrat núna. En afmælisdagurinn minn var alveg ljómandi fínn. Það komu miklu fleiri og fengu sér vöfflu heldur en ég hélt. Alveg yfir tuttugu Grin Og ég fékk fullt af afmælisgjöfum. T.d. ipod, skóna sem ég er búin að ganga á síðasta mánuðinn, tösku, maskara, skál, fondú pott, málverk, vínflösku í snjókallabúning, spil, kaffisýróp, kertastjaka, eyrnalokka og eitthvað meira. Vöfflurnar mínar voru góðar þannig að ég held að allir hafi farið sáttir frá þessu vöfflukaffi mínu. Mér fannst allavega gaman.

Ég held að þetta sé í fyrsta sinn í nokkur ár sem ég fer ekki í bæinn á þorláksmessukvöld. Ég gleymdi að koma í réttu skónum og ég nenni ekki að fljúga á hausinn í bænum. Og ég er líka komin með hálsbólgu þannig að ég ætla ekki að hætta á meiri veikindi núna yfir jólin. Var veik síðustu jól á jóladagskvöld, annan og þriðja í jólum. Það var ekki gaman. Þannig að núna á bara að slappa af. Ég þreif aðeins heima áðan og sendi Stefán Boga í Bónus og í Garðheima. Í Garðheimum átti hann að kaupa kattasand. Hann kom heim með stórt jólaté. Jólatréð er það stórt að það tekur hálfa stofuna. Spennandi að koma heim á eftir og sjá hvort að Kústur sé búin að tæta eitthvað af trénu. 

Ég er á leiðinni á Þorláksmessustund í Friðrikskapellu. Gleðileg Jól mínir dyggu lesendur ToungeGrin


Afmæli

Ég á afmæli á morgun. Það getur verið erfitt að eiga afmæli svona stutt fyrir jólin. Aðallega ef maður ætlar að halda uppá það. Þegar ég var lítil var það ekkert mál þar sem ég bauð bara í afmæli sama dag og síðasti skóladagurinn var. Þá gátu yfirleitt allir komið, jafnvel þeir sem fóru eitthvað um jólin. Núna er það ekki svo einfallt. Allir farnir að vinna og vesen. En ég ætla að gera tilraun á morgun. Fyrst þessi góði dagur lenndir á laugardegi þá ætla ég að bjóða í vöfflukaffi. Mér finnst það tilvalið...allir vakna snemma og reyna að klára jólagjafakaupin í geðveikinni sem verður um helgina. Svo þegar fólk er að verða uppgefið þá skreppur það í vöfflur og kaffi hjá mér og mömmu (verður á Vesturgötunni). Vöfflur verða í boði á milli 15 og 18. Þegar fólk er búið að safna kröftum hjá mér þá er hægt að halda áfram eða fara í bæinn (það verður víst ekki gott veður á þorlák!, sel það ekki dýrara en ég keypti það!).

Ef þú þekkir mig og langar að koma...komdu þá :) Á vesturgötunni milli þrjú og sex Wink


Kertastjakinn!!

Amma og afi ætla að gefa mér stóra kertastjakann í afmælisgjöf !! YESSSSSSSLoL

Kjöben

Ég er löngu komin heim. Ég hef einu sinni áður komið til Kaupmannahafnar. Ég var löngu búin að gleyma því hvað þetta var skemmtileg borg. Sá nú reyndar ekki mikið meira af henni en Strikið og næstu verslunargötur...en þær voru skemmtilegar. Verst að það er ekkert ódýrara að versla þar heldur en hérna heima. En það var nú öðruvísi úrval og H&M. Ég missti mig aðeins í þeirri búð...eitthvað sem ég hef ekki gert í mörg ár. Það var mjög skemmtilegt. Við borðuðum tvisvar á ágætis veitingarstöðum og skemmtum okkur hið besta með "gamla" fólkinu (þau voru öll á svipuðum aldri og foreldrar mínir).

Svo fórum við í annað jólaboð hjá þingflokki framsóknarflokksins á mánudaginn. Það var líka mjög gaman. Mér finnst við vera farin að vera með svo virðulegu fólki við Stefán Bogi. Fínum lögfræðingum og svo þingmönnum og fyrrverandi ráðherrum. Stefán sagði að við værum orðin svo hipp og kúl.... ég var nú ekki alveg sammála því að þetta væri beint hipp og kúl fólk. Meira svona virðulegt og kannski áhrifamikið. En pottþétt ekki hipp og kúl.

Núna er föstudagur og það er brjálað veður. Það er einn þjónusunotandi í húsinu. Hann er sá sem yrði sendur hinguð þó að húsið brynni ofan af okkur. Ferðaþjónustan hætti að keyra í morgun og allir voru sendir heim. Voða næs fyrir okkur Wink Mig langar rosalega að fara heim og slappa af í stofunni með góðan mat, vídjó og teppi. En þá er ég búin að skrá mig á einhvað jólahlaðborð með Hulduhlíðinni á hótel sögu. Er eiginlega að vona að því sé frestað....nenni ekki út aftur Pinch 

Keypti litla kertastjakann í flugvélinni heim. Sá stóri var ekki til. Á ekki pening til að kaupa þennan stóra. Vona bara að þeir haldi áfram að selja hann eftir jól.

Góðar stundir


Jólagjafir

Ég er alveg að fara að fara til útlanda ... er að byrja að hlakka til aftur, er búin að vera að geyma það í rúman mánuð. Ég er ekki byrjuð að kaupa jólagjafir. Skelli mér í það í útlandinu eða þegar ég kem heim. Er nú komin með einhverjar hugmyndir. Ég fer alveg að verða stressuð yfir þessu jólagjafaleysi !!

En ég er búin að gera jólahreingerningarnar. Þær voru á sunnudaginn. Núna þarf bara rétt að strjúka af og ryksuga og þá mega jólin koma Joyful. Eitt jólahlaðborð búið, tvö eftir. Annað í Kaupmannahöfn, hitt ókeypis Grin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband