Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Ég er með bólu á nefinu :(

Mig langaði til að fara í klippingu til "hárgreiðslukonu" svona til að prófa eitthvað nýtt. Minntist á þetta við famelíuna í gærkvöldi og sagði Hugrúnu frá hugmynd sem Aldís í vinnunni minni kom með. Hugrún var ekki lengi að drífa okkur pabba út á rakarastofu og framkvæma gjörninginn. Hver þarf hárgreiðslufólk þegar maður hefur rakara og systur LoL Það hefur nú samt ekkert orðið nein ofur breyting. Er komin með þykkari topp og smá auka styttur sem pabbi virðist hafa smellt í. Hef nefninlega ekki breytt um hár í svona fimm ár !! Ég er nú bara soldið sæt svona ... Tounge

Annars er það í fréttum að ég klessti aðeins á í gærmorgun. Smellti einum kossi aftaná einhverja stelpu. Ég er samt svo mikil dama og geri þetta svo nett, bættust við nokkrar rispur á minn og það kom gat/sprunga á stuðarann hjá hinni. Voða nett og ég fyllti út tjónaskýrslu í fyrsta sinn. Hugrún og Stefán Bogi ættu að læra af mér...vera ekki að skemma bílana svona mikið Wink

Það var kósídagur Heiðdísar á þriðjudaginn. Fór á Sólon og fékk mér að borða. Hálft salat og heil eplakökusneið...hefði kannski átt að vera hinsegin... ór svo heim og setti rómó stelpu mynd í og setti á mig maska og eitthvað. Very kósí.

Svo er það bara Jesús Kristur Ofurstjarna á föstudaginn og beint á stúdentamót...jahú !! See you there Kissing


Plebba fólk

Ég er að smitast af Stefáni Boga !! Eða þá að hann fær mig til að hugsa...mér hefur nefninlega alltaf fundist gaman að hlusta á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þegar ég er á leiðinni heim úr vinnu. Stefán hins vegar getur það ekki þar sem hann verður svo pirraður á því að hlusta á fólk hringja inn og tjá sig um menn og málefni. Fólk á það nefninlega til að vera svo vittlaust ! Eða eins og bolurinn góði sagði "fólk er fífl". Ég hlustaði aðeins á innhringingarnar áðan þar sem fólk var að tjá sig um borgarstjórnarmálin. Inn hringdi maður og sagði að það væri ekki hægt að taka mark á mótmælunum í síðustu viku þar sem þetta voru bara menntaskólakrakkar.

Ég var svo hneiksluð á þessu viðhorfi. Númer eitt þá voru þetta ekki "bara einhverjir menntaskólakrakkar". Þetta voru ungliðahreyfingarnar sem eru fyrir fólk upp í 35 ára. 35 ÁRA!!! Fyrir utan það, ef það hefði verið mikill meirihluti fólksins á menntaskóla aldri, þýðir það þá að ekki sé mark takandi á þeim ?? Ég veit ekki betur en það séu einhverjir kjósendur í menntaskóla. Ég varð allavega 18 ára í menntaskóla. Eins og þessi atkvæði vegi minna en hjá fimmtugu fólki. Eins og allir menntaskóla krakkar séu einhverjir kjánar sem ekkert vita. Maður þroskast reyndar mikið eftir menntaskólann en það þýðir ekki að þetta séu litlir bjánar upp til hópa !! Þessi maður og svo margir fleiri sönnuðu en og aftur að fólk er fífl, óháð aldri og fyrri störfum.

Annars átti ég góða helgi. Heljarins vinnupartý á föstudaginn þar sem við höfðum söngleikjaþema (ekki mín hugmynd). Heljarins stemmning þar á bæ og mikið sungið dansað og fíflast. Ég fór svo og borðaði á Sólon á laugardaginn, hef ekki gert það áður en líkaði bara vel. Heimsótti svo ömmu mína á spítalann...gekk ekki vel þar sem hún var komin heim af spítalanum en enginn sagði mér það. Það var asnalegt. Var svo inni næstum allan sunnudaginn að hangsa og horfa á handbolta. Tók svo aðeins til en gerði samt meira af ekki neinu. Það er svo gott að hafa reglulega svona do nothing daga. Held reyndar að þeir séu oftar hjá mér heldur en öðru fólki....ég er löt Tounge

 


Vinnandi fólk

ELSKA þessa drengi þegar þeir muna hvernig á að spila eins og menn InLove

28-36...og svo bara spánverjarnir á morgun.

Hvað eru norðmennirnir samt að spá í með að hafa leikinn okkar klukkan 14:20 ??? Ekki mjög hentugur tími fyrir vinnandi fólk !!!


6 yfir

Staðan er 19 - 25 fyrir Íslandi gegn Ungverjum. Og það eru 18 mínútur eftir. Vildi að leikurinn væri búinn.

allt fullt af vittleysingum

"ég ætla að blogga um þetta "

Djöfull eru stjórnmál leiðinleg ! Svör pólitíkusa eru ömurleg. Hægt að rífast og skammast ef eitthvað er á móti manni en ef sömu aðtæður eru með manni þá er þetta allt í góðu og óþarfa og ómálefnalegar umræður í gangi.

Stjórnmál eru leiðinleg. Er að hugsa um að flytja úr reykjavík...þvílík vitleysa. En sjálfstæðisflokkurinn er ömurlegur. Og Ólafur F líka

Meiri vitleysan

En áfram Bobby Fisher að vera jarðaður í kyrrþey og plata þessa fjölmiðlavittleysinga og "fisherhóps" vittleysinga upp úr skónum.

Minns bara farinn að blogga um fréttamálin...magnað


Mánudagsfrí

aaaaahhh. Ég vann svo mikið í síðustu viku að ég gat fengið mér frí í dag. Mjög hentugt þar sem ég tók að mér næturvaktir um helgina. Very nice. Nú er bara spurning hvort að ég noti tímann til að gera eitthvað gagnlegt eins og að þvo þvott...eða slappi bara alveg af...fari eitthvað út á kaffihús eða eitthvað svoleiðis. En ég ætla að fara í ræktina á eftir. Ég er orðin svo góð í pallatímunum LoL farin að geta gert flesta snúninga og dúllur án þess að fljúga á hausinn. Mjög jákvætt.

Mér leiðist fasteignamarkaðurinn. Ég er rosalega mikið á báðum áttum hvort maður ætti að vera að skoða núna eða hvort maður eigi að bíða aðeins. Það tala allir sitt áhvað. Þetta á að lækka en hitt á að hækka og ef þú bíður verða betri vextir á lánum en þá verður verðið orðið hærra og jara jara jara. Þetta er voðalega flókið. Og ekki skemmtilegt. Ég vil fá eitthvað ákveðið svar, svona verður þetta og ekki hafa áhyggjur af öðru. En það virkar víst ekki þannig. Og verðbólga...ég vissi svona cirka hvað hún gengur útá en eftir að hafa kynnt mér lán og svona þá veit ég ekki hvort að ég vilji vita hvað hún er. Come on, lélega ríkistjórn og seðlabanki að geta ekki haft meiri stjórn á henni. Am in shock. Og já, ég gæti þurft að éta ofaní mig að seljahverfið sé eins ömurlegur partur af breiðholtinu eins og ég hef lengi haldið fram Tounge fínar íbúðir þar. En kannski flytur maður bara austur.

Áfram Ísland !! koma svo fólk..ekki gefast upp á strákunum, bannað að hugsa illa til þeirra ! We love them


2008!

Hvað á ég eiginlega að gera 2008 ?? Árið sem ég er 25 ára ?? Spennó !

Sneaky cat

Ég fór í Kringluna í dag og keypti tösku utanum iPodinn minn. Núna get ég verið rosalega sportí, hlaupið og hjólað og what ever með iPod á hendinni. Rosalegur töffari.

Ég keypti meira...ljóta skó á 1000 kall svona til að hlaupa út í. Rétt út í búð eða upp með þvottin eða eitthvað. Góðir skór fyrir1000 kall. Já og eyrnapinna. Af hverju keyptirðu eyrnapinna Heiðdís...þú áttir svo mikið síðast þegar við vissu ??? Heyrðu jú...kattarskömmin teygði sig einhvernvegin í kassann og hennti honum í gólfið. Lék sér svo í eyrnapinna himnaríki á meðan ég var að vinna. Minns var fúll þegar minnis kom heim..kattarskömm. Ég er líka viss um að ég fann ekki alla pinnana sem voru í boxinu...hann á pottþétt varabirgðir einhverstaða....


dauðir!

það mega ekki koma smá jól og áramót og þá eru bloggheimar dauðir...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband