Það er kominn janúar !

Þá er tveggja mínútna frægð minni lokið. "Ég" var víst í fréttablaðinu líka þar sem fyrirsögnin var Heiðdís hætti við að fá sér ís. Það er náttúrulega fréttnæmt þegar Heiðdís hættir við að fá sér ís þegar hún er á annað borð búin að ákveða að fá sér einn. Þetta var tveggja mínútna frægðin...bíðiði bara þangað til fimnmtán mínútna frægðin kemur .... það verður eitthvað svakalegt Cool

Ég þarf alltaf að hugsa geðveikt mikið þegar ég skrifa mínúta. Ég er aldrei viss hvort það er mínúta eða mínóta. Held að ég komist yfirleitt að því að rétt sé að skrifa mínúta. Endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér. Kannski þess vegna sem fólk er farið að segja míndur þegar það er að tala....veit ekki hvort að það sé ó eða ú í þessu blessaða orði...eða er það kannski bara ég ??? Blush

Jæja. Þá er komið að því. Ég er orðin ein af þeim. Ég er orðin ein af fólkinu sem ég þoldi ekki í fyrra (og á reyndar ennþá erfitt með að þola!!). Ég skráði mig á BootCamp námskeið á Egilsstöðum. Það byrjar strax á mánudaginn....þ.e. ef það er næg þátttaka. Ég veit um þrjá en það er víst ekki nóg. Þurfa að vera tuttugu. Vona að það náist fyrst að ég er á annað borð búin að skrá mig. Byrjuð að kvíða fyrir og hlakka til.  Er búin að gefa Stefáni Boga leyfi til að skjóta mig ef ég fer að tala um súperfroska og helvítisarmbeygjur o.s.frv. Veit að hann stendur við það þessi elska.

Ég er að prjóna lopapeysu. Hún á að vera á mig. Ég fann ekki uppskrift sem eftir mínum hugmyndum þannig að ég er að "skálda" á mig peysu. Kannski ekki alveg skálda uppskrift....meira byggja á nokkrum uppskriftum, setja þær saman eins og mér hentar. Ef hún kemur vel út mun ég setja mynd hérna. Ef ekki þá fáið þið ekki að heyra meira af þessari tilraunastarfsemi Tounge

Ég fékk Mamma mia lánaða og tók hana með mér austur. Stefán var ekki alveg til í að horfa á hana í gær....vildi frekar vera í tölvunni sinni. Þá spilaði ég hana bara í tölvunni hjá mér. Og ég náði honum....haha, hann elskar söngleiki eins og ég LoL Held samt að það hafi frekar verið tónlistin sem heillaði frekar en söguþráðurinn sjálfur....sem er kannski ekki upp á svo marga fiska...

Jæja.....þarf að fara að gera mig tilbúna. Er að fara í einhverja nýársgleði hjá framsókn hérna á héraði. Ætla ekki í neinu grænu í þetta skiptið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hei... ég sá þetta í fréttablaðinu en var of "einföld" til að tengja nafnið við Heiðdísi sem ég þekki ;) ...En þetta fannst mér frábær athugasemd hjá þér og varð einmitt hugsað til þess líka hvað það er langt síðan ég hef farið í ísbúð og fengið mér bragðaref !! ...Ætli það verði ekki eitt af því fyrsta sem ég geri þegar ég hef tækifæri til, fæ manninn með mér í bíltúr ...og fæ mér barnapíu á meðan fyrir þrjú kríli ;) ...Mig er strax farið að hlakka til ;)

Jóhanna (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 21:59

2 Smámynd: Þjóðarblómið

HAHAHAAHA!! Heiðdís er að verða Boot Campari!!! Gerist ekki betra!!! Ég á ekki orð!!

Þjóðarblómið, 11.1.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband