3.4.2007 | 22:41
Kústurinn minn
Ég á svo skondinn kött. Hann er alltaf að ræna tuskuöndinni sem ég hef sem skraut á öðrum hátalaranum mínum. Aumingja öndin, kannski heldur hann að hún sé alvöru og er bara að veiða. Annars er ég að reyna að rugla hann í ríminu. Keypti handa honum mús sem gefur frá sér fuglahljóð þegar maður fiktar í henni. Skondin hugmynd að kattardóti! Var líka búin að kaupa á hann ól svona ef hann skildi hlaupa út og týnast. En hann er einhvernvegin búinn að ná henni af sér og týna henni. Hún er hérna einhverstaðar í íbúðinni, en ég hef ekki hugmynd um hvar hún er. Líklegast undir sófa eða rúmmi eða þessháttar.
Ég er komin með svo mikla leið á coke zero auglýsingunum. Mér finnst þær svo heimskulegar.
Dæmi: Af hverju ekki kynlíf sem zero forleik? Döhhh....það yrði svo leiðinlegt til lengdar.
Af hverju ekki stöðumælaverðir með zero prik í r***gatinu? Eru það ekki frekar þeir sem borga ekki í stöðumælinn sem eru með prik í bossanum ?
Af hverju ekki föt með zero þvotti ? Hættu þessu væli og þrífðu fötin þín strákbjáni !
Af hverju ekki helgi með zero þynnku? Nó problemo....hættu að drekka eða vertu aðeins skynsamari!
Hey ég veit um eina góða línu : af hverju ekki auglýsing með zero væli og aumingjagangi ?? Nei ég segi svona....
Er að fara í sumarbústað um páskana og ég hlakka svo til. Langt síðan ég hef farið í sumarbústað með famelíunni. Þetta er það sem ég ætla að gera um páskana: borða, sofa, fara í gönguferðir, fara í pottinn, lesa, spila, lita og leika mér. Mér finnst þetta gott plan. Kústurinn minn fer í pössun til kisumömmu sinnar. Vona að þau nái vel saman aftur, verði ekki nein valdabarátta í gangi Annars er Hugrúnin mín komin heim, vey! I think she missed me Jæja ég er orðin andlaus.
Athugasemdir
Hey hvað á það að þýða að vera að segja svona um stöðumælaverði, þeir eru bara að vinna vinnuna sína. Mundu bara að leggja löglega og eða borga í mælinn híhíhí
kv. Sigurlaug
Sigurlaug (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 22:15
Þetta var ekki skot frá mér á stöðumælaverði, ég var að verja þá. Þetta er ein af þessum ömurlegu auglýsingum frá coke zero.... saklaus englabossi ég !!
Heiðdís Ragnarsdóttir, 13.4.2007 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.