19.4.2007 | 00:25
Maddamman !!!
OOohhhhh, ég var búin að skrifa svo sniðuga færslu og hélt að ég væri búin að birta hana en núna finn ég hana ekki. Þessi verður aldrei jafn góð og þessi týnda. Muniði það bara þegar þið lesið þessa !!
Ég ætla að vera framsóknarmaddamma núna um helgina. Sambýlismaður vor er að fara hringinn í kringum landið á fjórum dögum og mæta í framsóknarpartý og opnanir um allt land. Ég ætla semsagt að fara með, aðallega til að eyða tíma með manninum. Ég ætla að láta hann um að tala um flokkinn og stefnumál hans þar sem ég nenni ekki að gera mig að fífli með fáfræði minni. Ég gæti talað um....veðrið, bíómyndina sem ég fór á um helgina sem var í þrívídd og köttinn minn. Hmmm, veit ekki að hversu miklu gagni ég verð í þessari ferð. En það verður vonandi gaman. Ég var reyndar pínulítið búin að gleyma því að ég ætti kött og að ég þyrfti að koma honum í pössun. En það reddaðist, ég á svo góða kisufrænku. Kústur er semsagt á leiðinni í heimsókn til mömmu sinnar. Verst að hún er ekkert hrifin af endurkomu sonar síns. Hvæsir bara á hann. Hann er hins vegar stríðnispúki sem eltir hana á röndum. Fyndið.
Ég var rosa dugleg á laugardagskvöldið síðasta. Byrjaði á því að fara á aðalfund KSF þar sem ný stjórn var kosin. Flott stjórn sýnist mér. Eftir það brunaði ég í keilu með nokkrum krökkum úr vinunni. Það var rosa gaman. Mér var sagt að þeim mun fleiri bjóra sem maður drykki þeim mun stig fengi maður í keilunni. Ég varð ekki vör við þessi áhrif. Kannski var það bara af því að ég drakk hvítvín en ekki bjór. Virkaði allavega mjög vel fyrir einn sem rúllaði þessu upp. En ég fór heim með kassa af magic (jamm ég vann...reyndar unnu allir en ...). Eftir það fór ég í smá stund í þrítugsafmæli til vinkonu Stefáns Boga. Náði þar nokkrum góðum sögum af austfirðingum. Gaman af því.
Í dag kviknaði svo í miðbæ Reykjavíkur. Að vísu ekki í öllum bænum heldur bara nokkrum húsum. Þegar ég var búin í vinunni ákvað ég að keyra framhjá til að skoða. Það var bara svo mikið og merkilegt að skoða að ég eyddi þarna rúmum klukkutíma í að skoða brennandi hús og slökkvistarf. Fannst í lagi að fylgjast með af áhuga þar sem þetta var ekki íbúðarhús. Fannst það aðeins skárra. Þetta var rosa eldur, ég hélt að allt væri að verða búið en þá tók pravda húsið sig til og brann svona líka glæsilega til grunna og þakið tekið af og hvaðeina. Mjög áhugavert. Ekki beint skemmtilegt en áhugavert. En kaffihúsið við lækjatorg græddi allsvakalega á þessum bruna. Allir að fá sér kaffibolla í kuldanum. En vá hvað fréttamaðurinn á stöð tvö byrjaði fréttina af mikilli fáfræði. Mesti bruni í Reykjavík frá upphafi. NOT. Veit ekki betur en það hafi verið mun stærri bruni árið nítjánhundruðogsnemma sem breytti ásýnd borgarinnar alveg töluvert. Þetta veit ég nú reyndar bara af því að þetta stóð svo oft á myndunum sem voru til sýnis á austuvelli síðasta sumar. En mér er alveg sama, ég veit þetta nú samt. Áfram ég.
Svo er það bara Ruslönu Wild dances tími í fyrramálið áður en maður fer að maddammast. Gó mí
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.