Hmm...ekki nógu skemmtileg færsla

Búin að keyra hringinn í kringum landið. Fjúff. Við keyrðum rúmlega 1700 kílómetra á fjórum dögum. Þetta var nú bara ágætlega skemmtilegt. Ég ætla ekki að fara út í framsóknarhliðina á þessari ferð, ég nenni því ekki. Ég byrjaði daginn á því að fara í ræktina. Við Hugrún fórum í Wild dances danstíma. Það var nú bara stórskemmtilegt. Fullur tími af konum (og einum karli), hoppandi og skoppandi og skælbrosandi dansandi Ruslönu. Ég komst að því að Hugrún er kannski grennri en ég (og fimmtíu sinnum betri dansari), en ég er í betra formi...haha.

Við fórum semsagt á Akureyri á fimmtudaginn. Borðuðum á Greifanum. Mér finnst það góður staður. Fórum svo austur á föstudeginum. Fórum á Neskaupstað og heilsuðum uppá Friðrik. Skemmtilegi parturinn af því var að hann hafði ekki hugmynd um það og við bara birtumst í apótekinu rétt fyrir lokun. Það var skemmtilegur svipur á Friðrik þá. Úúúúú, við sáum hreindýr á leiðinni, geðveikt skemmtilegt. Hittum einmitt Hlín líka og borðuðum með henni í hádeginu á laugardeginum. Við gistum svo á Höfn síðustu nóttina. Á leiðinni heim gerðist að skemmtilega atvik að Stefán Bogi gleymdi veskinu sínu í einni vegasjoppunni og við fengum því að keyra Skeiðarársandinn þrisvar og það lengdi heimferðina okkar um ca klukkustund. Hann er svo mikill ilbert. Og ég get alveg skrifað svona um hann hérna af því að hann nennir yfirleitt ekki að lesa bloggið mitt. HAHA.

Svo mætti ég í vinnuna á mánudegi og þá voru bara komnir tveir nýir starfsmenn.  Þetta gerðist líka í sumar þegar ég var í sumarfríi. Mín mætti aftur í vinnu og þá voru komnir tveir nýir starfsmenn. Ég þarf greinilega að fara í frí oftar.

Ég fór í ræktina á mánudaginn og sá tölu á viktinni sem ég hef aldrei séð áður. Ég vil því biðja vini mína um að aðstoða mig og rífa af mér allt sælgæti, snakk og allt annað sem ég lít út fyrir að borða of mikið af. Hendið því í ruslið og sendið mig út að hlaupa. Takk fyrir.

Ég ætla einnig að leggja fram kvörtun. Ég er búin að blogga fullt hérna á nýja bloggið mittog bara búin að fá tvö komment. Og þetta eru meira að segja skemmtilegar færslur. Núna ætla ég að vera frekja eins og svo margir aðrir og heimta smá komment. Jafnvel þó það sé bara yfirlýsing um viðkomandi ætli að rífa af mér sælgæti ef hann sér mig með það. Takk fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lutheran Dude

Takk fyrir heimsóknina!

Lutheran Dude, 25.4.2007 kl. 09:23

2 identicon

Hæ hæ

Þetta hefur semsagt verið ágætis ferð,  en hver var talan ???

kv. Lauga

Sigurlaug (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 15:46

3 Smámynd: Þorgeir Arason

Eins og þú veist Heiðdís hefði ég aldrei geð í mér til að rífa af þér sælgæti, enda þekki ég mjög marga sem mega síður við sælgætisáti en þig!

Þorgeir Arason, 25.4.2007 kl. 18:28

4 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Hey... það borgar sig greinilega að vera frekur  

Sénsinn að ég setji töluna á netið !!! skammast mín alveg nógu mikið fyrir hana í einrúmi  Það er möguleiki að hún verði opinberuð þegar hún hefur lækkað eitthvað, en aldrei að vita hvað hægt er að fá uppúr mér in person !!

Heiðdís Ragnarsdóttir, 25.4.2007 kl. 20:25

5 identicon

Hey! Ok ég les bloggið ekki oft en upp komast svik um síðir!!!

Stefán Bogi (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband