25.9.2007 | 22:17
Erfitt haust
Eruð þið ekki að grínast með ástandið í umönnunar heiminum í dag ??? Ég hef aldrei séð þetta eins svart og núna í sambandi við mönnun á vinunni. Við erum að verða það fá að við þurfum að fara að hafa fólk heima til að geta sinnt hinum. Það liggja engar umsóknir fyrir og ef það koma einhverjar þá fáum við ekki það starfsfólk nema það biðji sérstaklega um dagvinnu, þar sem skrifstofan þarf að láta sambýlin ganga fyrir bara til að geta haldið þeim opnum. Skólar, leikskólar, frístundarheimili, sambýli, störf með fötluðum, hjúkrunarheimili, sjúkrahús, elliheimili. Allt gefandi störf sem gaman er að vinna þegar nóg er af fólki, ömurleg í manneklu. Og núna er orðið mannekla ekki notað þegar vantar einn til tvo starfsmenn. Mannekla er notað þegar það vantar 40-50% af starfsfólki. Sem er staðan á mörgum sambýlum í dag OG...í vinnunni minni.
Staðan í vinnunni gerir það að verkum að ég er þreytt og stundum pirruð eftir vinnu. Geri ekki mikið en samt helling. Fór á tónleika með hljómsveitinni Hraun síðasta miðvikudag. Mér finnst þeir skemmtilegir. Þegar ég horfi á hljómsveitir spila vel ég mér oft einhvern einn til að vera skotiní í bandinu. Ég valdi mér einn í Hraun og dundaði mér við að horfa á hann. Svo er ein í vinnunni minni sem kannast við hann og segir mér að ég eigi ekki að vera skotin í honum. Hann sé ekkert merkilegur pappír. Oh, bömmer. Þoli ekki þegar ég vel vitlaust. Allt í lagi. Búin að velja mér annan sem er miklu normalaðri. Annars þá þoli ég almennt ekki þegar ég vel vitlaust. Ég verð alveg rosalega pirruð á sjálfri mér og eiginlega hálf sár út í mig líka. Veit ekkert af hverju. Er greinilega ekki dugleg í að fyrirgefa sjálfri mér mistök sem ég geri. Heeeyyyy, kannski þess vegna sem mér finnst erfitt að segja fyrirgefðu við aðra....
myspace er plebbalegt...allir að fá sér facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.