Helgin

Ég er hjá mömmu að bíða eftir að þvottavélin klári að þvo þvottinn minn. Kunni ekki við það að þvo uppi hjá mér í dag þar sem húsmóðirin hélt upp á sjötugs afmælið sitt í dag. Hálf asnalegt að ég sé þá alltaf að koma þarna með óhreina þvottinn minn að þvo. Annars var ég að fara að byrja að blogga hérna rétt áðan þegar ég heyri einhver geðveik læti. Það var svona hjóð í bíl að spóla og svo komu bara sprengingar. Þessi hávaði var búinn að vera í svolítla stund með köflum þegar ég varð of forvitin og hljóp hérna niður á mýrargötu til að athuga hvað var í gangi. Þá var löggan mætt á staðinn og var að handtaka einhvern blindfullan pólverja sem var að reyna að keyra bílinn sinn. Bíllinn var ónýtur að framan, sprungið á báðum framdekkjum og pústið farið. Það voru semsagt lætin. Hann hefur væntanlega verið ný búinn að klessa bílinn einhverstaðar og haldið bara áfram á bílnum sem var nú samt klárlega óökufær. Magnað.

Ég fór á tónleika hjá Franz Ferdinand á föstudaginn. Ógisslega gaman. Þeir eru alveg svaðalega flottir. Í gær var svo afmæli hjá Sólveigu. Til hamingju með daginn í gær Sólveig...og takk fyrir að gefa mér að borða..ég var orðin svöng Wink

Í dag fórum við svo í heimsókn til tengdó. Mér var boðið kaffi en sagðist bara kunna að drekka latte með karamellu sýrópi. Mágkona mín og tengdómamma fóru þá að malla saman latte fyrir mig, þó að ég segði að það væri nú alger óþarfi. Mjólk var hituð í örbylgjuofninum og hún svo þeytt í einhverri  þeytingargræju sem til var á heimilinu. Því  næst var vanillu sykri og sýrópi hellt í glasið og þá venjulegu kaffi á eftir. Mjög skemmtilega samsett og alveg sæmilegt á bragðið. Við vorum ennþá í heimsókn klukkutíma seinna þegar hún kemur með annan bolla og vildi endilega að ég prófaði hann, hann væri örugglega betri en sá síðasti þar sem núna var notað pressukönnu kaffi en ekki uppáhellingur. Heiðdís átti greinilega að drekka kaffi Tounge

Það var svo ekki skemmtileg aðkoman að stofunni  þegar við komum heim. Á gólfinu lá dauður smáfugl og fjaðrir út um allt gólf. Kötturinn var ekki vinsæll á þeirri stundu og á hann var hengd bjalla sem hafði beðið úti í bíl í tvo mánuði þar sem mín gleymdi henni alltaf þar! Hann virtist ekki vera neitt sérstaklega ánægður með þessa viðbót á ólina sína. En þetta er refsingin sem kettir fá fyrir að veiða fugla á mínu heimili !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig

Takk takk og ekkert að þakka. Meira en nóg til... ég er enn að reyna koma út afgöngum 

Sólveig, 17.9.2007 kl. 21:36

2 identicon

Kaffi latte með karamellu rúlar :D

Eva Hlín (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband