Tveir söngleikir, annar með Jesú og hinn með Johnny

Þetta var nú barasta yndisleg helgi í allflesta staði. Hún byrjaði á Jesus Christ Superstar. Nokkuð ánægð með þá sýningu. Stundum voru rokkararnir aðeins of miklir rokkarar en það var allt í lagi. Krummi getur sungið mun meira en mig grunaði...en Jenni ekki alveg...aðeins of mikið á öskrinu !! En ég skemmti mér mjög vel og blæs á alla gagnrýni fólks sem segist ekki skilja hvað er í gangi. Hélt kannski að söngvararnir væru eitthvað óskýrir en það var nú ekki. Það skildist nú flest það sem var sungið. Þeir sem setja þessa gagnrýni eru bara svona vitlausir. Tala nú ekki einu sinni um fólk sem fannst það klisja að hengja Júdas/Jenna og krossfesta Jesú/Krumma. Svona fólk á nú ekki að fá að skrifa gagnrýni.

Eftir leikhúsið héldum við Stefán Bogi upp í Ölver á stúdentamót KSF. Það var rosa gaman að venju. Nema vatnsskorturinn...hann var ekki skemmtilegur. En setti jú ákveðinn svip og stemningu á mótið Wink Verst að ég var alveg til í að fara í pottinn með húfu og jafnvel vettlinga !!! En þetta var alveg yndisleg helgi, mikið spjallað, spilað, hlegið,borðað, sungið, saumað og Jesúast. Frekar gaman.

Þegar heim var komið var farið í sturtu og svo smelltum við okkur í bíó á Sweeney Todd í VIP salnum. Vel þess virði. Flott mynd, flott lög, FLOTTUR MAÐUR. Ef ég myndi búa til svona "fimm frægir einstaklingar sem má sofa hjá án þess að makinn verði öfundsjúkur" þá myndi ég plasta hann með Johnny Depp efstan á lista ( í Sweeney Todd outfittinu...eða Captain Jack SparrowTounge). Er ekki búin að ákveða hverjir hinir fjórir eru en Johnny er plastaður efst!! Og hann kann meira að segja að syngja aðeins ... sem er kostur í söngleik.

Góð helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband