8.2.2008 | 13:30
Litli jeppinn
Ég festi bílinn minn aftur í morgun. Það var ekki jafn gaman og í gær. Núna var allt svo blautt og kallt og eitthvað púkó. Og ég þurfti að vekja Stefán AFTUR. Það tók hann aðeins lengri tíma að velta sér framúr rúminu í dag miðað við í gær
. Í gær var ég samt ekki fyrir neinum. Núna var ég fyrir hjónum sem voru greinilega að verða sein í vinnuna. Þau stoppuðu bílinn fyrir framan minn, biðu í bílnum í nokkrar mínútur og spurðu svo hvort ég væri föst. Ég sagði "já" en langaði að segja "nei mér finnst bara svo gaman að tefja annað fólk svona í morgunsárið!". Með þeirra aðstoð og Stefáns ýttu þau mér svo yfir litla hjallann sem ég komst ekki yfir. Ljómandi. Ég er samt búin að komast að því að bíllinn minn er ömurlegur snjóbíll. Mér finnst hann bara vera stór og feitur og kraftlaus. Frekar vil ég vera á litla gamla polonum mínum. Hann komst allt í snjónum (held reyndar að það hafi aldrei komið SVONA mikill snjór meðan ég átti hann en...). Lítill, léttur og nægilega kraftmikill. Litli jeppinn minn
Athugasemdir
Að festa bílinn sinn virðist vera algengur vandi þessa dagana Ég festi minn einmitt líka tvo daga í röð... alveg gífurleg stemming!!
Sólveig, 9.2.2008 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.