Peysa

Vá ég veit ekkert hvað ég á að skrifa. Er bara orðin leið á að síðasta færslan sé efsta færslan, þó að það sé alltaf gaman að fá svolítið af kommentum, sérstaklega svona jákvæðum Smile En í sambandi við síðustu færslu var ég að lesa grein sem móðir skrifaði um son sinn. Strákurinn er greindur með tourette og foreldrarnir vildu ekki setja hann á lyf við kækjunum. Þau fóru þá að athuga aðrar leiðir til að minnka kækina. Þau gerðu ýmislegt svona "breyttur lífsstíll" dæmi. Klipptu út hvítt hveiti, sykur, ger, msg, sætuefni, asparatam og settu inn lífrænar vörur og ýmis bætiefni eins og omega fitusýrur, mjólkursýrugerla og þannig. Soldið öfgakennt auðvitað en virðist hafa svínvirkað fyrir strákinn. Nánast hætti kippunum. Foreldrarnir verða varir við að þegar hann fer í afmæli eða "sukkar" með pizzu, pulsum, kóki og svoleiðis þá aukast kækirnir. Interesting...kannski að maður nenni þessu einhvertíma Wink. Er allavega byrjuð að taka mjólkursýrugerla, tengist þessu reyndar ekki en gaman ef það hefur líka áhrif.

Að öðru...er að prjóna peysu. En bara litla peysu (nei ég er ekki að reyna að segja neinum neitt). Það er skemmtilegra að prjóna litlar flíkur þar sem maður er fljótari að klára þær. Mjög gott fyrir óþolinmótt fólk eins og mig. Mig langar reyndar að kaupa mér lopa blað sem ég er búin að sjá og prjóna tvær peysur á mig. Það verður því nóg að gera hjá mér á næstunni. Datt aftur í hanyrðafílinginn á stúdentamóti þó að ég hafi ekki verið með neitt með mér þá. Gaman að þessu, þangað til ég dett úr hanyrðafílingnum aftur. Gerist reglulega.  Peysan sem ég er að gera núna er með hettu...hef aldrei gert svoleiðis áður. Spennandi að sjá hvort að mér takist að klára þessa peysu án þess að fá mömmu til að hjálpa mér. Það er allavega takmarkið Grin

Stefán Bogi er alltaf að reyna að flytja mig austur á egilsstaði. Bara spurning hvað ég ætti að gera af mér þar. Stefán segir að ég geti gert það sem mig langar til. Verst að ég veit ekkert hvað mig langar til. Á við krónískt áhugaleysi að stríða. Það er frekar leiðinlegt að hafa ekkert sem mann virkilega langar að gera. Frekar dull. Stefán spurði mig hvort að ég vildi verða deildarstjóri í verslun. Verslunin er Kaupfélag Héraðsbúa. Umm...nei. That ship has sailed. 7 ár í nóa var nóg í matvælaverlsunarbissnessinum. Til í margt annað en það. En hvað ... veit ekki. Hugmyndir vel þegnar Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki verið sammála því að þú flytjir austur, það er svo langt :(

Elín (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 08:25

2 Smámynd: Lutheran Dude

Ég er sammála því að þú flytjir austur, mig gæti vantað félagsskap! Svo finnum við skemmtilega vinnu fyrir þig í sameiningu hehe

Lutheran Dude, 20.2.2008 kl. 11:43

3 Smámynd: Þorgeir Arason

En ef þú færir að vinna í Kaupfélaginu gætirðu reynt að verða eins góður sölumaður og strákurinn í þessum brandara. 

Þorgeir Arason, 20.2.2008 kl. 16:01

4 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Hehe, góður. En nei, ég sagðist ekki ætla að fara austur til að vinna í sjoppunni...kaupfélagið flokkast eiginlega undir starf sem ég ætla ekki að flytja austur fyrir

Heiðdís Ragnarsdóttir, 20.2.2008 kl. 22:22

5 identicon

Hvað með leikskóla? Held það sé örugglega mjög gaman að vinna í leikskóla :)

Ólöf Inger (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband