Mini blogg

Ég er að fara austur í viku í sumarbústað. Ég hlakka til. Nenni bara ekki að pakka. Einu sinni fannst mér það gaman...ekki lengur. Fór með Kúst í heimsókn til móður sinnar til að athuga hvort að hann gæti verið í pössun þar. Litla systir var hrifin af honum, mamman hvæst á hann og sló hann utanundir. Leiðindar mamma. Nú þarf fólk að koma hingað í íbúðina mína að gefa honum að borða og knúsa hann soldið. Ágætt að eiga fólk að sem nennir því fyrir mig...wunderful. Búin að blogga í bili.

 

p.s. hvað hefur fólk að segja um myndavélar...einhverjar sem fólk mælir með eða mælir alls ekki með ?? Er bara að meina svona venjulegar digital myndavélar...ekki svona rosa flottar hundraðþúsund króna dæmi með linsum og drasli heldur bara svona litlar og nettar. Er voða hrifin af canon ixus en það er bara af því að ég þekki ekkert annað...any recommendations ??? Please comment Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagný Guðmundsdóttir

Af svona litlum myndavélum þá hef ég reynslu af canon ixus, sony cybershot og olympus eitthvað ... og persónulega finnst mér canon ixus lang lang lang best!

sony er síst af þeim... en canon er best :p

Dagný Guðmundsdóttir, 15.3.2008 kl. 15:08

2 identicon

Alls ekki kaupa SONY... Þeir eru með fína farsíma, en ÖMURLEGAR myndavélar. ...Tala af reynslu þar sem ég hef bæði áhuga og smá pínulitla dellu fyrir mynatökum og myndavélum!! Keypti mér Sony Cybershot fyrir rúmu ári og var fljót að selja hana aftur. Tók svosem fínar myndir þegar hún var ekki að "súmma" í allar áttir eða ákveða sig hvort hún vildi smella af eða ekki!!! Video-filarnir voru líka fínir, en NEIBB, seldi drusluna og keypti mér Kodak vél. Er mjög sátt við hana. Canon og Kodak eru merki sem ég mæli með.

Anywho... á ekkert að fara að kíkja í heimsókn?? Sætu strákarnir mínir bíða alveg eftir því að heilla þig með allskonar svipum og brosum sem ekki nást á mynd ;) !!! Eins gott allavega að koma áður en þú ert löglega afsakaður landsbyggðarbúi... hehe ;)

Jóhanna Steins (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband