Páskar

Stefán Bogi er að fá fleiri komment á flutninga og íbúðarkaup en ég. Ég hef þá kenningu að fólk sé fegnara að losna við hann af höfuðborgarsvæðinu en mig. Góð kenning.

Til að svara kommentum af síðustu færslu þá held ég að ég kaupi mér Canon Ixus70. Sá þessa líka fínu verðkönnun á henni á síðu neytendasamtakanna um helgina sem sagði mér hvar hún væri ódýrust...munar alveg 10þús kalli. Og aðeins meira ef hún er til í fríhöfninni. Þarf að hringja í Elko í leyfsstöð og spyrja hvort hún sé til. Mér finnst nefninlega alveg nauðsynlegt að eiga myndavél svona þegar maður ætlar að búa einhverstaðar í langtíburtistan Grin. Best að eyða peningum í það áður en maður eyðir þeim öllum í íbúð og flutninga. Já og Jóhanna nú fer ég alveg að draga Sólveigu með mér í heimsókn að skoða börnin þín Smile

Vikan mín fyrir austan var voða ljúf. Við vorum í sumarbústað rétt hjá Egilsstöðum og það er alltaf svo gott að vera í sumarbústað. Ég fór meðal annars og sótti um eina vinnu sem ég vona að ég fái og hafi menntun og getu í. Við keyptum svo auðvitað íbúð og ég er með myndir í símanum mínum þar sem það eru ekki myndir af henni að innan á netinu. Myndir að utan má finna á fasteignavef mbl undir Skógarsel. Við keyrðum austur í sól og blíðu og við keyrðum heim í sól og blíðu. Og sáum marga bunka af hreindýrum. Mér finnst það alltaf svo skemmtilegt.  

Á morgun er ég svo að fara í afmæli. Lárus litli vinur minn er orðinn tveggja ára...skelfilega er maður orðinn gamall !!! 

Ú ég fékk tvö páskaegg...annað með gáfnastrumpi og hitt með vampírustrumpi....þvílík snilld að geta fengið strumpaegg aftur Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún

Já jiiii við erum svo fegin að losna við kallinn úr kirkjunni, loksins...

(nei viljum alls ekki losna við hann!!!)
En annars til hamingju með þetta rosa skref sem er verið að taka! Þá er bara að mæta í heimsókn til ykkar, múhahaha!

Guðrún , 24.3.2008 kl. 00:30

2 identicon

Til lukku með nýju íbúðina, reyndar dálítið langt í burtu, ennnnnn nú veit ég hvert ég á að senda guðson þinn (Ef hann er óþekkur).  Verð nú að segja að mér hefur ekki enn verið boðið upp í breiðholt til þín verður mér boðið til Egilsstaðar?

kveðja 

Sigurlaug (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

 ég sendi þér formlegt boðskort Lauga, enda verður íbúðin fyrir austan miklu flottari en þessi í Breiðholtinu

Heiðdís Ragnarsdóttir, 25.3.2008 kl. 12:45

4 identicon

Til hamingju með íbúðarkaupin og allt þarna fyrir austan, ef þið bíðið nógu lengi, þá kem ég líka og við getum stofnað saumaklúbb ;)

Þórunn Gréta (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 17:46

5 identicon

Jeii... Eins gott fyrir ykkur ;)

Jóhanna (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband