25.3.2008 | 22:14
Gulur tannbusti...anyone ??
Víhú stundum dugar það að væla yfir kommentaleysi.
Mig langar í gulan tannbursta. Fann engan gulan tannbursta. Af hverju ætli þeir framleiði ekki tannbursta eins og ég vil í gulum lit. Leiðindarskarfar.
Er að dunda mér við að sækja um lán til að kaupa þessa íbúð. Vá hvað það er leiðinlegt, finna öll þessi skjöl og vera viss um að vera með allt sem þarf. Bögg...
Núna þegar ég (við) erum að fara að flytja langar mig pínulítið til að breyta til. Losa mig við eitt en fá mér annað. Verst að þessi íbúð er ekki svo mikið stærri en sú sem við erum í. Sem setur okkur ákveðnar takmarkanir. Mig langar svona til að fá einhvern ákveðinn stíl og soldin töffaraskap. Veit samt eiginlega að það tekst ekki. Verður alltaf meira heimilislegt heldur en töff. Stundum er það betra...stundum er það leiðinlegra
Athugasemdir
Mér finnst þú töff og það er nóg! Hlakka til að flytja með þér hehe
Lutheran Dude, 26.3.2008 kl. 19:27
gulann tannbursta...hmmm. hefuru prófað að fara í gamla góða Nóatúnið??? HEhehehe :)
Talandi um Nóatún..hittingur???????
Ingveldur (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:50
Það eru til allskonar barnatannburstar, oftast rosalega sætir :)
Elín (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 09:13
Til í nóa hitting maður...þá þarf að finna Evu og spyrja hvenar hún er laus...hún er alltaf svo rosa upptekin . Og barnatannburstar eru ekki alveg málið fyrir mig..bæði aðeins of mjúkir og soldið mikið leiðinlega litlir...takk samt
Heiðdís Ragnarsdóttir, 28.3.2008 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.