Bölvar tuð og röfl

ég á myndavél þannig að bráðum get ég farið að setja inn svona myndablogg (þegar og ef ég nenni). Er að vinna. Er ein að sjá um sex gaura. Er nú ekki alveg það skemmtilegasta sem ég geri en þetta er ágætt þar sem það er svo góð afsökun fyrir að gera ekki of mikið....shitt er að skrifa þetta í vinnunni þannig að það er ekkert mál fyrir yfirmennina að kíkja á þetta. Úps...en það er ekki eins og ég sé að vanrækja neitt. Allir fá að borða, fá lyfin sín og fara í rúmmið á skikkanlegum tíma. Er kannski ekki að þvo og þrífa í öllum íbúðum en það er allt í lagi. Síðast þegar þetta ástand var þá pantaði ég mat frá Nings. Núna var ég rosa heimilisleg og bjó til grjónagraut á línuna. Soldið spes þar sem grauturinn var úr g-mjólk. Og svo gerði ég lítinn skammt úr hrísmjólk. Maður lærir svo sannarlega að redda sér í þessari vinnu. Bjó til lasagna á þriðjudaginn og það vantaði nánast allt til að búa það til nema kjötið. Það varð ágætt nema ég þurfti að nota glúteinslaust pasta...það var vont.

Við erum búin að fá jákvæð svör úr báðum greiðslumötunum okkar. Gott mál gott mál. Nú er bara að finna sér tíma til að fljúga austur og skrifa undir kaupsamning. Víhú !! Var reyndar að komast að því að fasteignaskatturinn er mun hærri en okkur var sagt. Okkur var sagt að hann væri um 70 þús á mánuði. Svo var ég að skoða hús sem er einu herbergi (13 fm) stærra en okkar og skatturinn á því er 140 þús. Fannst það ekki alveg geta staðist. Kemur í ljós að skatturinn sem er á okkar íbúð er miðuð við fokhelt hús...mun væntanlega hækka helling þegar við þurfum að borga af því. Mér finnst það alveg eðlilegt en ég þoli ekki að svona surprise. Ef mér er sagt að það sé svona mikið þá á það að vera þannig. Mistök hjá fasteignasalanum...já já allir eru mannlegir og what ever...ég má samt vera pirruð í nokkra daga.

Svo held ég að ríkisstjórnin sé að hlera okkur. Stefán Bogi sagði að þessi ríkisstjórn myndi aldrei afnema stimpilgjöldin hvorki af fyrstu íbúð né öðrum. Og hvað gerist ?? Við kaupum íbúð og þeir ætla að afnema gjöldin 1.júlí. Þá verðum við búin að kaupa og búin að borga...geta þeir ekki haft þetta afturvirkt um sex mánuði !!! En ég held að þeir hafi verið að bíða eftir að Stefán skrifaði undir samning og þá sagt " ok hann er búinn að kvitta...getur ekkert gert...verður að borga ... hahaha afnemum gjöldin af fyrstu íbúð tralalalala"  

Bara á Alþingi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eg elska lasania

Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 03:41

2 Smámynd: Þorgeir Arason

Væntanlega hljóta þetta samt að vera 70-140 þús. á ári en ekki mánuði, nema fasteignaskattarnir séu 10-12-falt hærri á Egilsstöðum en í Reykjavík...

Þorgeir Arason, 9.4.2008 kl. 20:54

3 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Þorgeir fær tvö stig

Heiðdís Ragnarsdóttir, 12.4.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband