Vor...not!

Það er bara alltaf þannig að þegar maður heldur að vorið sé að koma þá ákveður veðrið að segja "abbabbbabb, augnablik, smá hérna snjór fyrst...." Gaman að þessu. Líka gaman að fólkinu sem heldur að snjórinn sé glær en ekki hvítur og finnst því tilgangslítið að skafa af ljósunum á bílunum sínum.

Fór á árshátíð á laugardaginn hjá vinunni. Hitti þar blindfulla frænku sem ég mundi ekkert eftir en hún mundi eftir mér. Hún var víst farin heim áður en eftirrétturinn kom ! Ekki að það hafi verið eitthvað svo snemmt...maturinn kom mjög hægt. Borðhald átti að hefjast klukkan átta en við fengum forréttinn rúmlega níu, aðallréttinn rúmlega tíu og eftirréttinn um ellefu. Maturinn var ágætur. Verð samt að viðurkenna að Broadway er bara einn besti árshátíðarstaður sem ég hef farið á. Þessi var í nýja salnum í turninum á smáranum. Greinilega allt á byrjunarreit þar ennþá...nema kannski útsýnið. Það var flott. Heiðskýrt allt kvöldið svo það var hægt að njóta þess. Veislustjórarnir ömurlegir. Einhverjar tvær konur sem voru ekki alveg að brillera. Önnur er fyrrverandi dragkonungur og hin var í hlutverki óþolandi þjónsins. Var ekki alveg að gera sig. En ég vann í happdrætti. Íþróttatösku, dvd mynd og ljótasta hálsmen sem ég hef séð. Verð að setja mynd af því við tækifæri.

En merkilegt nokk þá var bara samt mjög gaman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þrátt fyrir ljótt hálsmenn græddir þú greinilega talsvert meira en ég á árshátíðarhappdrætti

Sólveig (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Lutheran Dude

Heyrðu Sólveig mín... þú vannst prufutíma í bootcamp, mér finnst það glæsilegur vinningur hehe

Lutheran Dude, 14.4.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband