Friends

Var að horfa á friends núna á stöð tvö. Einn af "thanksgiving" þáttunum. Oh stundum gleymir maður hvað þetta er mikil snilld. Þetta er meira að segja þáttur sem við systurnar vitnum reglulega í ...fattaði það bara ekki fyrr en tilvitnanirnar komu.

Phoebe:"hello ! My name is Klonkers...can I please stay with you nice people ??"

 

Joey:"it´s a moo point!"

Rachel:" a moo point ?"

Joey: " yeah, it´s like a cows oppenion (!), it doesent matter...it´s moo !"           **aaaaaaaaahahahahah****

Rachel: " have I been living with him to long or did that actually make sense ??"

 

Joey: " when the pacake is this pretty, nobody cares whats inside !!"

 

Shitt hvað maður slappast í ritaðri ensku eftir að maður hætti í skóla !!! Skerí LoL

Heiða fékk bílahálsmenið. Henni finnst það flott og ætlar að ganga með það. Ég hélt þó keðjunni.

Labbaði uppá Esjuna á sunnudaginn. Einhver framsóknarferð sem Stefán plataði mig í. Það var nú bara fínnt. Er með smá harðsperrur í lærum og rassi í dag og í gær en ekkert alvarlegt. Ég mundi það nú alveg áður en við lögðum af stað að þegar maður fer upp þá verður maður líka að fara niður. Ég var bara búin að gleyma því að ég fæ illt í hnéð þegar ég labba niður. Ég var því dauðfegin að við tókum göngustafina með þó að mér finndist það pínu asnalegt að fara með stafi á Esjuna. Þakkaði fyrir það eftir tíu skref niður í mót. Og svo rann ég aðeins á rassinn á leiðinni niður og fékk blautann rass. Það var ekki gaman. En labbið sjálft var fínnt. Nú er bara að dröslast aftur í sumar þegar snjórinn er farinn og það er auðveldara að fara uppá topp Wink

Var á námskeiði í dag í vinnunni. Það var í sjálfu sér mjög gaman en það var nokkuð skemmtilegra að líta út um gluggann og sjá Guðmund Karl með velltibílinn fyrir utan. Hann leyfði mér að fara eina bunu í bílinn og ég losaði mig úr beltinu mínu á hvolfi. Maður verður aldrei of gamall fyrir smá snúning Cool Hann varð líka að passa mig extra vel. Ef eitthvað hefði komið fyrir mig þá þarf hann að sofa í herbergi með Stefáni Boga í Prag Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér finnst að  þú eigir að senda mér myndina af mér. mér finnst hún skemmtileg

Heiða (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Lutheran Dude

Mér finnst þetta með moo pointið lang best. Hef reynt að nota þetta en fólk virðist ekki skilja mig.. ég elska friends!

Lutheran Dude, 22.4.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

moo pointið er náttúrulega bara klassík  en annars treysti ég á það Hlín að þú takir Friends safnið þitt með austur svo ég geti fengið það lánað þar

Heiðdís Ragnarsdóttir, 23.4.2008 kl. 13:04

4 Smámynd: Lutheran Dude

Það verður að sjálfösgðu með í för, þeir héldu í mér lífinu síðast þegar ég var fyrir austan hehe

Lutheran Dude, 23.4.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband