Broskallafærsla

Jæja, kominn tími til að senda þessa kjánalegu fyrirsögn aðeins neðar á blogglistann. Veit að mér tókst að plata tvær manneskjur...annari fannsr ég fyndin, veit ekki með hina Smile

Takk fyrir öll fallegu kommentin, msn skilaboðin og hringingarnar. Mér finnst ég vera svo vinsæl Cool 

Nú eru uppi miklar pælingar um hvort við getum gift okkur í sumar. Bæði geðheilsa og fjárhagur eru að veði. Sjáum til hvernig fer. Ætli Dómkirkjan sé laus einhvertíma í júlí ... Shocking

Langaði að deila með ykkur ótrúlegri sögu. Ég varð svo hissa á að heyra  þetta að ég verð bara láta fólk vita af þessum ósköpum !! Bókin hans Þorgríms Þráinssonar bjargaði actually sambandi !! Gasp Ég veit, ég trúði þessu ekki heldur. Stelpa sem ég kannast við var búin að vera með manni í fjögur ár og var alveg komin með nóg af ráðríki og afbrýðisemi mannsins. Týpískt svona hann má fara út með vinum þegar hann vill en hún mátti ekki fara út með sínum vinkonum út af afbrýðisemi og ótta við að hún fyndi einhvern annan osfrv osfrv... Hún gaf honum bókina í jólagjöf og þá allt í einu fattar hann að það er allt í lagi og alveg eins bráðnauðsynlegt fyrir hana eins og það er fyrir hann að eiga sér áhugamál utan sambandsins. OMG... Hann var að hennar sögn nánast fluttur út þegar allt í einu kviknaði á ljósaperu yfir hausnum á henni og allt varð betra ÚT AF ÞESSARI ÖMURLEGU BÓK. Ef við Stefán Bogi lendum einhverntíma í svona krísu þá vona ég að það verði eitthvað alemnnilegt en ekki eitthvað svona stúpid sem bjargar sambandinu okkar FootinMouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Hann hefur fattað að ef hann tæki sig ekki á myndi hún halda áfram að gefa honum svona ömurlegar jólagjafir....;)

Stefán Bogi Sveinsson, 28.4.2008 kl. 16:26

2 identicon

Bara plís ekki 12. júlí. Ég færi yfirum ef ég yrði þríbókum :)

Sólveig (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Lutheran Dude

Já og ekki milli 26. júlí og Prag takk fyrir! Ég vil mæta... meira að segja búin að bjóða Depil fram sem brúðarbíl hehe

Lutheran Dude, 29.4.2008 kl. 14:15

4 Smámynd: Þjóðarblómið

Ein spurning samt, af hverju liggur svona á að gifta sig í sumar??

Þjóðarblómið, 29.4.2008 kl. 19:16

5 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Til að geta verið saman í herbergi í Prag...nei djók. Bara af hverju ekki ? En við erum ennþá bara að skoða, ekkert ákveðið ! Maður á ekkert rosalega mikla peninga þegar maður er að kaupa íbúð og flytja út á land !!

Heiðdís Ragnarsdóttir, 29.4.2008 kl. 19:33

6 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Hlín hvað ertu að gera á milli 26.júlí og Prag ??

Heiðdís Ragnarsdóttir, 29.4.2008 kl. 19:34

7 Smámynd: Lutheran Dude

Fara til Danmerkur í afganga frá afmælinu hans bróður míns sem ég skrópa í til að komast í brúðkaup!

Lutheran Dude, 30.4.2008 kl. 10:07

8 identicon

rawrg!!!

heiða (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband