14.5.2008 | 13:15
Vorboðinn ljúfi !!
Já sumar er svo sannarlega komið. Hvernig met ég það ? Sko, fyrsta margfætlu ógeðið var mætt á baðherbergisgólfið hjá mér um helgina. Hún endaði í klósettinu...var meira að segja lifandi þegar ég sturtaði niður. Já já látiði free willy samtökin eða eitthvað vita ... dont care. Og pöddusögum er ekki lokið. Í gær milli þrjú og fjögur fór mig að klæja töluvert í olnbogana og upphandlegg hægri handar. Við skoðun kom í ljós 4-6 bit á hvorri hönd. Samtals um 10 bit. MIG SVÍÐUR OG KLÆJAR. Ég er svo bólgin í kringum bitin að það er eins og ég sé með golfkúlur undir húðinni. Líklegast er að þetta séu flóabit. Ættu ekki að koma af kettinum þar sem hann var flóa og ormahreinsaður fyrir mánuði og það á að duga í hálft ár. Lítil skrímsli virðast koma inn um lokaða gluggann minn og bíta mig á nóttunni. Ekki Stefán Boga...hann er vondur á bragðið.
Núna ætla ég að vera leiðinleg við Stefán Boga. Ef þið vorkennið honum rosalega þá skulið þið ekki lesa lengra. Forstöðukonan mín í vinunni sagði að þetta væru klárlega flóabit. Hún er með ofnæmi fyrir þeim og veit nákvæmlega hvernig þau líta út. Flóin hoppar og bítur í leiðinni og þess vegna eru bitin alltaf nokkur saman. Þegar ég sagði Stefáni þetta í gær þá horfði hann á mig eins og ég hefði skáldað þetta á staðnum og þetta væri það vittlausasta sem hann hefði heyrt. Fannst þetta ekki mjög vísindalega útskýrt. Ég spurði hann þá að því hvort að hann hefði tekið meira mark á þessari skýringu ef einn af lögfræðivinum hans hefði sagt það sama. Jú hann var ekki frá því að hann hefði trúað þeim frekar. Ég bara spyr...síðan hvenar eru lögfræðingar meiri sérfræðingar í skordýrum og líffræði heldur en t.d. litla ég. Piff ég var og er stórlega móðguð út í þessa hrokafullu lögfræðinga sem greinilega eru sérfræðingar í öllu. Piff
sumarið er komið
Athugasemdir
Þú veist fullt um skordýr, ef aldrei efast um visku þína. Og já sumarið er svo sannarlega komið, ég er rauð í framan eftir BC í sólinni, vonandi ekki brunnin samt!
Lutheran Dude, 14.5.2008 kl. 15:48
Já, sumarið er komið. Við Lárus erum á leiðinni í Nauthólsvíkina og sóla okkur :) oohh ég á pottþétt eftir að sakna svona daga þegar ég fer að vinna í haust.
Elín (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 11:25
Held þetta séu ekki bara lögfræðingar, heldur strákar yfir höfuð... trúa aldrei svona cool hlutum :D
Guðrún , 16.5.2008 kl. 12:50
pffff....karlmenn (og lögfræðingar!!)
Heiðdís Ragnarsdóttir, 16.5.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.