6 vikur í að ég flytji til langtíburtistan !!

Ég var í ruglinu á föstudagskvöldið. Mér var sagt að hörfræolía væri góð fyrir neglur. Ég keypti mér svoleiðis og fékk mér fyrstu matskeiðina á föstudaginn. Ég ákvað að blanda hana í vatn til að það væri auðveldara að koma henni niður. Þeir sem hafa eitthvað common sense vita hvernig sú blöndun tókst. Stuttu seinna blandaði ég mér mohito. Ég kramdi lime og myntu í hristiglas. Hellti hrásykri og rommi útí og fyllti svo afganginn upp með sprite og sódavatni. Setti lokið á hristarann og well... hristi. Þeir sem hafa aðeins meira common sense vita hvað gerist þegar maður hristir gos !!!     Common sense was not that common þetta föstudagskvöld !

Við Stefán Bogi erum að átta okkur á því að það eru bara tvær vikur þangað til hann flytur austur. Nú er því um að gera að byrja að pæla í hlutunum. Efst á forgangslistanum er svefnsófi og þvottavél. Svefnsófi þarf að hafa þrjá eiginleika. Númer 1 ->líta vel út sem sófi. Númer 2-> vera þægilegt rúm. Númer 3 -> vera á viðráðanlegu verðir. Það er mjög erfitt að finna sófa sem hefur þessa þrjá eiginleika. Svo þurfum við að kaupa þvottavél. Mér finnst ekki gaman að skoða þvottavél. Mér finnst leiðinlegt að þurfa að eyða peningum í vél sem gerir leiðinlegann (en nauðsynlegan) hlut og mun líklegast aldrei veita mér sérstaka gleði í lífinu. Svo "vantar" okkur auðvitað helling af dóti sem er alveg bráðnauðsynlegt....nýjan venjulegan sófa (af því að við erum komin með leið á okkar!), náttborð, fatboy, potta, stóla, tölvu, síma, símaborð, blaðastand (fréttablaðið er ekki borið út í hús á Egilsstöðum...lélegi bær og blað!), skápa og hillur, sjónvarpshillu, stofuborð og BARA ALLT. Það er erfitt að langa í svona mikið ...

Ef þið vitið um einhvera sem eru að losa sig við svefnsófa þá látið mig vita. Ef þið vitið um einhvern sem vill kaupa bíl í sumar þá látið mig vita. Toyota corolla 2004. Hagstæð lán á honum, 21þús á mánuði EKKI myntkörfulán, þrjú og hálft ár eftir á samning. Vel með farinn fyrir utan nokkrar "konurispur" á stuðaranum Blush Hefur reynst mjög vel, ekkert bilað, nýbúið að skipta um bremsuklossa og er með skoðun til 2009. Fallega grár á litinn. Vetrardekk með sem duga næsta vetur. Start spreading the word my dears Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Skvís,

Oh, sex vikur það er allt of stutt :(

Ég veit alveg hvað gerist þegar maður hristir gos, en fyrir utan það þá er mojito ekki hrist bara blandað saman með skeið. Annars ef kallinum þínum langar líka í, þá er óáfengur mojito nákvæmlega eins á bragðið og áfengur. Maður setur bara eplasafa í staðin fyrir romm, það er virkilega gott :)

Ég verð í bandi fljótlega við verðum að fara að hittast :)

Elín (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

sko, ég veit alveg að mohito er ekki hristur...en fyrst ég var að malla hann saman í hristara þá var eitthvað svo eðlilegt að hrista hann aðeins...

og já ég þarf að fara að koma í heimsókn ...nú eða þú í miðbæjarsæluna

Heiðdís Ragnarsdóttir, 20.5.2008 kl. 13:15

3 Smámynd: Þjóðarblómið

Það eru bara eitthvað allir að fara burtu! Vona samt að þið finnið það sem ykkur vantar. Það er hættulegt að langa í svona margt!

Þjóðarblómið, 20.5.2008 kl. 16:01

4 identicon

Spennandi hlutir í gangi! Þú virðist samt frekar afslöppuð yfir þessu öllu saman :) Ertu ekkert farin að pakka?

p.s. nú er ég orðinn alvöru kennari, þannig að nú má ég alveg vera opinberlega skipulögð :)

Ólöf Inger (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 20:47

5 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

ég er nú oftast frekar skipulögð í svona...ætti ég að vera byrjuð að pakka

það þarf ekki að hafa áhyggjur af mér og óskipulögðheitum...frekar að hafa áhyggjur af Stefáni...hann fer eftir rúma viku og er örugglega ekki farin að huga að því að pakka af því að hann hefur svo miklar áhyggjur af því hvernig við eigum að raða húsgögnum í stofuna

Heiðdís Ragnarsdóttir, 22.5.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband