Sófamál

Jæja, við erum búin að taka þónokkrar stórar ákvarðanir í dag og í gær. Erum búin að ákveða hvaða þvottavél við ætlum að kaupa. Gorenje sem er til sölu á Reyðarfirði. Þurfum því ekki að flytja hana úr bænum...yess. Er búin að borga inná svefnsófa sem ég sá auglýstan til sölu á barnalandi. Sæki hann á morgun til Keflavíkur. Get því tekið á móti gestum á Egilsstöðum og Stefán Bogi hefur eitthvað til að sofa á þegar hann stingur mig af austur. Gaman fyrir hann. Erum búin að sjá annan sófa sem okkur langar í. Hvítur risastór tungu/hornsófi. Annað hvort er hann rosa flottur í íbúðina eða þá að hann er allt allt of stór og á alltaf eftir að vera fyrir. Hann er þó það stór að ég kem meirihlutanum af biblíuleshópnum mínum fyrir í honum. Gæti verið að hann sé það stór að við komum ekki fatboyinum sem okkur langar líka í fyrir ! Eins og ég sagði...annað hvor rosa flottur eða allt allt of stór !

Ísland komst áfram !! JEEEEEEEYYYYYYYYY þau voru alveg ferlega flott á sviðinu. Friðrik og Regína eru svo miklar eurovision gellur að það skein alveg í gegn á sviðinu. Gleðin og hamingjan yfir því að vera á staðnum var yfirþyrmandi og ég er viss um að hafði áhrif. Verst með Möltu...hefði viljað sjá hana komast áfram með Vodka lagið sitt...ferlega flott.  Keppnin í kvöld var miklu betri en á þriðjudaginn. Veit ekki af hverju en mér fannst lögin í kvöld almennt séð vera betri en í fyrri keppninni. Skondið. ÁFRAM ÍSLAND


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband