5 Vikur í vinnu (þar af 17.júní frí :)

Eurovision búið og ég er bara nokkuð sátt. Reyndar ekki við sigurlagið (hélt samt með skautaranum!). Fannst það aðeins of dramatískt. Það hefði verið gaman að vera í efstu tólf sætunum en ég sagði að ég yrði sátt ef við yrðum fyrir ofan Svía og það vorum við svo sannarlega. HAHA, kattarkonan með stóra strekta hausinn og litla líkamann var langt fyrir neðan okkur LoL

Að öðru. Núna eru bara fimm vikur þangað til ég hætti í vinnunni. Er ekki alveg búin að ákveða hvenar nákvæmlega ég fer austur. Kannski tekur það mig nokkra daga að pakka öllu saman og svona. Verð þá væntanlega í þrjár vikur fyrir austan, kem til Reykjavíkur til að fara í brúðkaup og ætli ég verði ekki í Reykjavíkinni þá vikuna áður en ég fer til Prag. Svo verður farið aftur austur og venjulega lífið tekur við. Verð vonandi komin í vinnu þá og allt fer í gang. Mér finnst þetta ákaflega skemmtilegt plan.  Sex vikna sumarfrí....víhú !!

Ég keypti svefnsófa á föstudaginn. Hann var ekkert smá þungur og það var ágætis ævintýri sem við fórum í að sækja hann til Keflavíkur. En það gekk allt upp og núna bíður undarlega appelsínugulur sófi í bílskúrnum hjá mömmu og pabba eftir því að vera fluttur austu. Pant ekki bera hann upp á aðra hæð í íbúðina okkar !! Stefán verður að draga fram einhverja austfjarðarvíkinga í það mál. Við hættum samt við að kaupa hinn sófann. Allt of stór fyrir litlu íbúðina okkar því miður. Sá mikið eftir honum þar sem hann leit mjög jammílega út. Fáum okkur fatboy í staðin Tounge

Ég reyndi að búa til candyfloss um helgina. Það er miklu erfiðara heldur en það lítur út fyrir að vera ! Svona bara til að vara ykkur við Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís

Eigum við ekki að skella okkur á Sex and the City myndina. Ég fæ fiðring í magann í hvert skipti sem ég sé auglýsinguna, ég hlakka svo til :)

Elín (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 11:29

2 identicon

Ég vildi bara segja þér að Candy floss er auðvelt og satt að segja er ég mjög góð í því.

Heiða (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband