29.5.2008 | 19:45
Sjeikí
Ætli þetta sé mér að kenna ?? Ég er nýbúin að kvarta undan því að hafa ekki fundið 17.júní skjálftann. Fann reyndar seinni skjálftann 2000 en það var samt ekki eins. Ég sat fyrir framan tölvuna í vinnunni þegar allt fór að hristast. Gerði mér fljótlega grein fyrir hvað væri í gangi og um leið og ég fattaði það var mér hugsað til þess að húsið sem ég vinn í er byggt á súlum. Ekki það að þær séu neitt óöruggari en í þessum aðstæðum your mind starts to wonder.... reikna með að ég hafi orðið svipað mikið vör við skjálftann og Stefán sem var á sjöttu hæð. Fann allavega húsið ganga í bylgjum. Finnst magnað að finna svona fyrir náttúrunni....en er mjög fegin því að búa ekki á Selfossi eða þar í kring
Einn í Fannborginni var sannfærður um að heimsendir væri kominn....vonum ekki
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.