19.7.2008 | 15:19
Egilsstaðir vika 2
Nei ég er ekki komin með netið heim til mín. Þökk sé símanum. Ég hringdi í símann áður en ég flutti til að flytja númerið okkar og netið. Ég mátti það ekki af því að það var skráð á Stefán. Hann hringir og er tjáð að við þurfum að fá einhvern mann til að tengja símadósina okkar og það mun kosta amk 7500krónur. Byrjað á því að senda beiðni austu. Svo hringir Stefán í síðustu viku til að vita hvað er að gerast. Þá er honum tjáð að allt sé tengt og nú eigi að koma sónn í simann. Heiðdís prófar og reynir og tengir símann á alla mögulega vegu, með og án internets og með og án síu og millistykkis og ég veit ekki hvað og hvað. Heiðdís hringir þá aftur og spyr hvað sé í gangi....já þið eruð í nýrri íbúð og það þarf að koma maður fyrir 7500 kall og tengja eitthvað hjá ykkur. AAAaaarg. Send beiðni AFTUR og sjáumst hvað gerist í næstu viku. Ég ætla að hringja í þá á hverjum degi í næstu viku þangað til þetta er komið í lag. Stupid mannleg mistök. Þoli ekki þegar ég ætla að hugsa fram í tímann og láta eitthvað ganga fljótt og út af vitleysu í einhverjum öðrum þá gerist ekki neitt.....arg arf arg.
Eníhú. Fyrir utan þetta símavesen þá gengur allt vel. Við skelltum okkur í útilegu síðustu helgi á Mývatn. Þar var einhver lókal útihátið sem heitir Úlfaldinn....geðveikt sniðugt. Við fórum bara af því að Hraun var að spila. Ég er nefninlega orðin grúppía hjá þeim núna. Voða gaman, "djömmuðum" svo með hljómsveitinni. Loksins er ég orðin alvöru grúppía. Samt greinilega orðin fullorðin grúppía þar sem ég var með manninn minn með mér og hljómsveitarmeðlimir flestir með sína maka með sér....damn it. En þetta var voða gaman. Stefán kom með tjald sem hann fann í geimslunni hjá mömmu sinni og ég er sannfærð um að það er frá 1970. Set inn mynd þegar ég get...er nokkuð viss um að ég get fundið mynd af afa mínum við svipað tjald frá sautjánhundruð og súrkál. En það var ágætt að sofa í því og þar er víst það sem skiptir máli. Ég er búin að taka fullt af myndum síðustu daga af öllu og engu og mun setja þær inn við tækifæri.
Við fórum svo í bítúr um Mjóafjörð á mánudaginn. Veigur Stefánsbróðir og fjölskylda er búin að vera hérna í vikunni í sumarbústað og þau buðu okkur með í bíltúr. Mikið einstaklega er Mjóifjörður flottur. Keyrðum alla leið út á Dalatanga. Þar er viti og bær og eitthvað. Set inn myndir af því líka. Það er rosa mikið af flottum fossum í mjóafirði. Labbaði upp hjá tveimur. Fyndið samt að mér fannst svo erfitt að hætta að labba upp...langaði alltaf aðeins hærra og aðeins hærra. Verð að draga Stefán með mér í svona fossagöngu einhvertíma.
Hef ekki verið að gera neitt merkilegt síðan á mánudaginn. Stefán vinnur og vinnur og ég hangsa og hangsa í sumarfríinu mínu. Er búin að labba um bæinn, prófa vídjófluguna og heimsækja apótekið. Fór á pósthúsið og sendi bréf með lykli í og fór með eina þvottakörfu á sorpu. Núna er mér farið að leiðast. Ekki af því að það sé ömurlegt að búa á Egilsstöðum heldur af því að Stefán er alltaf að vinna og ég þekki engann. Hef þess vegna ákveðið að flýta reykjavíkur ferð minni um nokkra daga og kem í bæinn á mánudagskvöld (Stefán líka af þvíað hann er að fara á fund). Hann fer til baka á þriðjudag en ég verð lengi. Næ þá að hitta á Haddý frænku og einhverja fleiri. Veiti Hugrúnu litlu félagsskap á meðan restin af famelíunni fer á skátamót á Akureyri. Nice nice.
Ég leyfði Kústi að fara út á miðvikudaginn. Hann hefur varla komið inn síðan. Honum finnst svo gott að vera úti. Fyndið samt að hann kemur alltaf þegar ég kalla á hann. Ég þarf ekki að gera annað en að standa á svölunum eða við útidyrnar og tala eða kalla á hann þá kemur hann. Hann er svo mikið krútt.
HEf verið að stunda kaffi Valný töluvert á síðustu tveimur vikum. Langar að benda eigendum og forstjórum Kaffitárs og Te og Kaffi (sen skoða þessa síðu auðvitað reglulega) að latteið á Kaffi Valný kostar 300 krónur bollinn hvort sem það er síróp í því eða ekki. Kaffið kaupa þær af te&kaffi. Í bænum kostar latte bolli yfirleitt um 350 krónur og fer oft uppí 400 ef það er síróp í því. 300 krónur hjá Valný....klöppum fyrir því og púum á okrið í bænum (og kaffið hér er ekki verra (oftast betra) en í rvk...eigum við að ræða það eitthvað eða....)
Fjúff, verð að fara að hætta núna...sól úti og svaðalega heitt hérna á skrifstofunni hans Stefáns sem ég laumaði mér á til að netast aðeins á meðan hann horfir á fótbolta.... untill later....luvluvluv
Athugasemdir
Alltaf gaman að heyra í þér skvís. Ég get því miður ekki hitt þig þegar þú kemur í bæinn, vegna þess að við Lárus verðum á skátamótinu líka :)
Hafðu það gott!
Elín (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 09:05
en ég verð í bænum í tvær vikur !!!
Heiðdís Ragnarsdóttir, 21.7.2008 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.