22.7.2008 | 23:35
Síminn sukkar
Sagan af símanum heldur áfram. Við vorum vakin á mánudagsmorgun af símamanni sem spurði hvort við værum heima, hann væri á leiðinni. Við drifum okkur á fætu til að vera ekki í rúminu þegar hann kæmi. 10 mín seinna hringdi hann aftur. Skógarsel...jújú hann var þar, 17 A er það ekki. Jú. En hann fann ekki neitt 17a bara 17. Stefán fór út á stöppur og sá ekki neinn. Aumingja maðurinn leitaði og leitaði í Skógarselinu í breiðholti og fann bara ekki 17a. StupidStupidStupid.... Stefán var reiður þegar hann hringdi í símann í gær og heimtaði að eitthvað væri gert rétt þar sem við værum búin að vesenast í þessu í þrjár vikur. Það kom maður í dag (meðan við vorum ekki heima of course) og tengdi símann. Stefán fékk meira að segja sms um að öllu væri lokið. Þegar hann kom heim prófaði hann símann og viti menn.....enginn &%#$%&/()(/ sónn....men hvað þetta fer að vera mikið pirrandi. Finnst að við eigum að fá mánuð ókeypis vegna vittleysisgangs hjá símanum. Þeir eru að verða búnir að skemma mánuð hjá okkur (sem við auðvitað borgum fullt gjald fyrir) og kosta okkur amk 7500 kall í mannaheimsókn.
Ég er semsagt komin í bæinn og er á Vesturgötunni. Eyddi deginum í dag með Haddý og Egil. Framundan er chill í bænum, brúðkaup og meira chill. Loving it. Við Hugrún verðum svo einar heima þar sem the rest of the famely verður á skátamóti á akureyri. Gaman að því.
Búin að setja inn myndir af vikunum mínum á Egilsstöðum í myndaalbúmið hérna til vinstri. Skoðiði húsið mitt já og kreisí garðálfana í garðinum. Held í alvörunni að konan fyrir neðan okkur sé ofvirkur garðálfur í dulargerfi....
Athugasemdir
Þetta er flott hús sem þú átt, langar svo í kisu þegar ég sé myndir af Kústi, hann er sætur!
Guðrún , 23.7.2008 kl. 02:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.