Bíó and alone again !

Ég er komin í bæinn og þá fara allir aðrir úr bænum. Mamma, pabbi og Heiða eru að fara á Landsmót skáta svo ég verð ein í húsinu. Hugrún er reyndar við hliðina á mér en hún er að vinna á dagin. Af hverju er fólk ekki í sumarfríi til að hitt mig. Skrítið Tounge

Fór á mamma mia í kvöld. Skemmtileg blanda af aulahrolli og skemmtun. Magnað hvað bíóin geta haft hljóðið á hasarmyndum hátt stillt en söngvamyndir eru einhverstaðar í medium. Þegar ég fer á söngleik þá vil ég hafa tónlistina svolítið hátt stillta svo maður geti þess vegna raulað með án þess að allur salurinn heyri í manni. Þetta hefur pirrað mig á phanton of the opera, sweeney todd og núna á mamma mia. Ég myndi fara á power sýningu á mamma mia ef hún væri í boði !!!

Pierce Brosnan getur alveg sungið. En hann getur ekki mæmað/leikið sig syngjandi...er svo skrítinn á svipinn alltaf þegar hann syngur !! Meryl Streep hefur einhvernvegin aldrei heillað mig sem leikkona en eftir að hafa séð hana í The Devil wears Prada og núna syngjandi í Mamma Mia þá er ég að taka hana í sátt. Sá hana ekki fyrir mér syngjandi á grískri eyju en hún "negldi" þetta bara. Góð skemmtun um leið og maður losar sig við aulahrollin og bara skemmtir sér (en hljóðið má vera hærra !!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún

Vá en skrýtið, var líka á Mama mia á 22.30 sýningunni og hljóðið var mjög hátt stillt. Frábær mynd mar.

Guðrún , 24.7.2008 kl. 01:13

2 Smámynd: Þjóðarblómið

Ég er í fríi! Og er ekkert að gera :)

Þjóðarblómið, 24.7.2008 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband