20.8.2008 | 21:43
Miðvikudagur
Ég er að horfa á britains next top model með öðru auganu. Í síðasta þætti er aðal dómaragellan að skammast og segir að stelpurnar í þættinum taki þessa keppni ekki nógu alvarlega. Hvernig er hægt að taka þessa vitleysu alvarlega þegar einn af dómurunum er með varir á stærð við loftbelgi. Ég skammast mín fyrir það að "Huggy Ragnarsson" sé í raun Hugrún Ragnarsdóttir. Konan er eins og fífl. Bæði í framan með stæðstu sílíkonvarir sögunnar heldur hegðar hún sér líka eins og fáviti. Er að hugsa um að afneita því að hún sé íslensk. Vona að við séum ekki mikið skyldar.
Er orðin leið á íbúðinni minni. Ekki íbúðinni sjálfri heldur staðreyndinni að það er fullt af dóti ennþá í kössum. Ekki kannski svo mikið af dóti. Aðallega skrautmunir og svolleiðis og annað sem þarf að vera í geymslu. Langar til að fara að klára að koma þessu fyrir svo íbúðin verði eins og hún Á að vera
Mér finnst leiðinlegt að vaska upp. Ég á uppþvottavél en það vill svo til að hún er ekki á austurlandi þannig að ég þarf ennþá að vaska upp. Það er samt eitt skemmtilegt við að vaska upp. Útsýnið úr eldhúsglugganum mínum. Það er bara nokkuð fallegt hérna í Selbrekkunni. Þegar ég sagði fólki að ég væri að flytja austur fékk ég alltaf aðra hvora þessa setningu sem "response". "það er svo fallegt á egilsstöðum" eða " það er alltaf svo gott veður fyrir austan". Fallegt, já það er það og maður þarf ekki að fara langt til að það sé ennþá fallegra. Alltaf gott veður...nei. Hefur verið allt í lagi svona oftast en ekkert til að hrópa húrra fyrir. Kemst líklega ekki í berjamó um helgina þar sem það er spáð rigningu. Bleh
Athugasemdir
Þess má geta að ég kenndi einni Hugrúnu Ragnarsdóttur en sú stúlka er með afar eðlilegar varir þrátt fyrir að vera frænka Huggy.
Sólveig, 26.8.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.