26.8.2008 | 12:47
Alveg að koma september...
Jæja núna er ég búin að kaupa mér flugmiða til og frá Reykjavík síðustu helgina í september. Og hvað...mamma verður í útlöndum helminginn af tímanum...halló...hver tekur vinnuna fram yfir frumburðinn....??? Nei djók, má ekki segja svona. Mamma les þetta og fær rosa samviskubit....bara grín...góða skemmtun í london að fræðast um ...um...um ... flóknar afurðir fjármálanna...alveg rétt
Horfði á þátt um JK Rowling í gær. Mikið ofboðslega dáist ég að þessari konu. Hún er eitthvað svo flott. Var bláfátæk og núna ein ríkasta kona bretlands. Og er hún búin að gleyma fátæktarárunum...nei. Hún gefur peninga í MS rannsóknir og í samtök sem berjast gegn félagslegu óréttlæti. Finnst henni gaman að vera fræg. Stundum....en stundum ekki og er ekkert feimin við að segja það að stundum langar hana ekkert til að gera það sem fylgir því að vera frægur. Veit ekki hvort að þið skiljið þetta en hún er bara samt svo flott. Þið sem vitið ekki hver JK Rowling er....jah ég veit bara ekki hvað ég á að segja við ykkur !!!
Fór í berjamó í gær. Skutlaðist í gær eftir vinnu í tveggja tíma berjatínslu við Fardagafoss bílastæðið. Vá hvað austurland er mikið berjaland. Ég átti erfitt með að hemja átið. Svo mikið af berjum, jammí jammí. Mig langar núna til að gera einhvern bláberja-skyr eftirrétt sem ég las í fréttablaðinu um helgina. Og ég get það...af því að ég á bláber á reyndar ekkert svo mikið af þeim...en nóg til að narta aðeins í. Ég oxast nefninlega svo mikið ef ég borða þau ekki Haustið greinilega að koma. Aðalbláberjalyngið byrjað að roðna á alveg GULLfallegan hátt. Skemmti mér ágætlega ein í hlíðinni með berjum og iPod.
Allt ljómandi að frétta hérna af austurhorninu. Við tókum til um helgina og tæmdum nokkra kassa. Kötturinn var búinn að vera að heiman í tæpa fimm daga en kom svo heim eins og ekkert hefði í skorist en ég var orðin handviss um að hann væri dauður eða orðinn villiköttur í skóginum. Nei nei, hann er ennþá saklausa kúrudýrið mitt....held samt að hann sé að grennast hérna...sem er ágætt þar sem allir segja að hann sé feitur. SEM hann er EKKI...hann er bara með svo lítinn haus (vildi að ég gæti notað það sem afsökun...).
Fórum líka á nýbúamóttöku á laugardaginn. Við erum nefninlega nýbúar. Eða ég er nýbúi, Stefán er afturganga. Við fengum smá kynningu á bænum og sögu hans líka. Það var mjög gaman. Svo fengum við sitthvora birkihrísluna til að gróðursetja og "skóta rótum" á táknrænan hátt. Sem minnir mig á það að ég þarf að koma þeim í mold áður en þær drepast á svölunum mínum. Það væri ekki fallegt...svona á táknrænan hátt.
Ágætt í vinunni. Nú fer ég bráðum að vinna það sem ég á að vera að gera. Veit ekki hvort að ég myndi meika það að vinna allan daginn inni á deild. Það er alltaf verið að smala börnunum á klósett (4-5 sinnum á dag) en samt tekst þeim að pissa á sig....merkilegt. En þau eru nú afskaplega skemmtileg þannig að þetta er nú ekkert hræðilegt. Fyndið hvað maður fær á tilfinninguna hvernig týpur krakkarnir eiga eftir að verða og hvaða "hlutverk" þeir gætu orðið í skóla seinna meir. Hver verður nördinn...töffarinn...."vandræðapésinn", mömmustrákurinn, the "it" crowd, hver er líklegri til að leggja í einelti en annar. Gaman að sjá hvað verður úr þessum ormum...
Nóg í bili...myndir bráðum (þegar ég dröslast til að nenna því!)
Athugasemdir
Hæ hæ vildi bara kvitta fyrir skemmtilegan lestur . þú lítur kanski inn í Fannborgina næst þegar þú skýtur hausnu í Borgina
kv frá okkur í Fannborg
Kiddý (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 15:50
hahaha... Nei, Heiðdís það er ekki gott að geta sagt: "Nei, ég hef ekkert fitnað... Ég er bara með svo lítinn haus!" eða öfugt: "Nei, ég hef ekkert grennst. Ég er bara með svo stóran haus!"
Sólveig, 26.8.2008 kl. 23:13
Vá hvað þetta verður gaman hjá þér, ný vinna og fullt af börnum, en þú gleymdir frænkubörnum , ég þekki einn sem var dálítið mikið þannig, hann var ekki mömmu/pabbastrákur NEI hann var strákurinn hennar Heiðdísar, hún var ein um það að mega knúsa og kjassa , Enda líka frábær frænka . Veit að þú átt eftir að standa þig frábærlega.
Kveðja Lauga og co.
Lauga (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 09:47
Verst að það segir aldrei neinn við mann "nei..hefuru fitnað?" (nema kannski amma þín Sólveig ). Ef það gerist þá ætla ég sko að muna eftir þessu: "nei, ég er bara með svo lítinn haus". Hann er samt með lítinn haus í alvörunni, ferlega fyndið.
En já, frænkubörnin. Það sést ekki alveg utaná þessum hvort að þau séu frænkubörn. En ég átti jú töluvert mikið í þínu barni á sínum tíma. Verð að kíkja á ykkur þegar ég kem í bæinn svo þið gleymið mér ekki alveg
Heiðdís Ragnarsdóttir, 27.8.2008 kl. 10:10
Það er svo gaman að lesa færslurnar þínar Ég mæli með að prófa þessa afsökun - bara til að sjá svipinn á viðmælandanum. Viltu vinsamlegast vera með myndavél tilbúna þegar svipurinn kemur!
Þjóðarblómið, 27.8.2008 kl. 11:58
Hæ skvís
ég er einmitt með einn mömmustrák sem er að byrja á leikskóla. Honum finnst það ekkert rosalega gaman, en mömmunni finnst það ennþá verra :(
En gaman að heyra að það gengur allt vel hjá ykkur, það væri gaman að mæla okkur mót síðustu helgina í september. Hvað segir þú um það, ertu til í t.d. brunch?
Elín Njálsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 11:59
Haha, góð Heiðdís....góð! :)
Tinna Rós Steinsdóttir, 27.8.2008 kl. 12:00
Ég man nú eftir einum sem var staðinn að því að sofa í kennslustund, en hann hélt nú ekki, hann var bara með svo lítil augu :)
Elín Njálsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 08:59
haha... Það var óhemju fyndið.
Sólveig, 30.8.2008 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.